Enski boltinn

Leikmenn Englands íhuga að ganga af velli verði þeir fyrir rasisma í Búlgaríu

Anton Ingi Leifsson skrifar
Englendingar fagna marki gegn Kósóvo á laugardag.
Englendingar fagna marki gegn Kósóvo á laugardag. vísir/getty
Leikmenn enska landsliðsins hafa rætt það að ganga af velli verði þeir fyrir rasisma í leik liðsins gegn Búlgaríu í næsta mánuði.

Gareth Southgate, þjálfari enska landsliðsins, undirbýr nú fund með leikmönnum sínum í október en forráðamenn Englands eru logandi hræddir við rasismann í Búlgaríu.

Liðin mætast þann 14. október í Búlgaríu en helmingur leikvangsins verður lokaður vegna hegðunar stuðningsmanna Búlgaríu gegn Tékkland og Kósóvó.







Sögusagnir eru einnig um það að stuðningsmanni Búlgaríu hafi verið hent út af Wembley á laugardaginn er liðin mættust á Englandi. Hann beindi rasískum ummælum að Raheem Sterling.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×