Enski boltinn

Leikmenn Englands íhuga að ganga af velli verði þeir fyrir rasisma í Búlgaríu

Anton Ingi Leifsson skrifar
Englendingar fagna marki gegn Kósóvo á laugardag.
Englendingar fagna marki gegn Kósóvo á laugardag. vísir/getty

Leikmenn enska landsliðsins hafa rætt það að ganga af velli verði þeir fyrir rasisma í leik liðsins gegn Búlgaríu í næsta mánuði.

Gareth Southgate, þjálfari enska landsliðsins, undirbýr nú fund með leikmönnum sínum í október en forráðamenn Englands eru logandi hræddir við rasismann í Búlgaríu.

Liðin mætast þann 14. október í Búlgaríu en helmingur leikvangsins verður lokaður vegna hegðunar stuðningsmanna Búlgaríu gegn Tékkland og Kósóvó.


Sögusagnir eru einnig um það að stuðningsmanni Búlgaríu hafi verið hent út af Wembley á laugardaginn er liðin mættust á Englandi. Hann beindi rasískum ummælum að Raheem Sterling.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.