Enski boltinn

Tíu ár frá trylltum fögnuði Adebayor gegn Arsenal

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Adebayor hefur sennilega aldrei hlaupið jafn hratt og þegar hann fagnaði gegn Arsenal.
Adebayor hefur sennilega aldrei hlaupið jafn hratt og þegar hann fagnaði gegn Arsenal. vísir/getty

Í dag er eitt frægasta fagn fótboltasögunnar tíu ára gamalt. Emmanuel Adebayor á heiðurinn að því.

Þann 12. september 2009 mættust Manchester City og Arsenal á Etihad í ensku úrvalsdeildinni. Þetta var fyrsti leikur Adebayors gegn Arsenal eftir að City keypti hann frá Skyttunum fyrir 25,5 milljónir punda.

Stuðningsmenn Arsenal, sem gerðu sér ferð frá London til Manchester, létu Adebayor heyra það á meðan leik stóð.

Á 80. mínútu skoraði Adebayor með skalla og kom City í 3-1. Þetta var fjórða mark hans í jafn mörgum deildarleikjum fyrir City.

Eftir markið tók Tógómaðurinn á sprett og hljóp yfir endilangan völlinn í átt að stuðningsmönnum Arsenal. Adebayor hefur sennilega aldrei hlaupið jafn hratt á ævinni. Hann renndi sér á hnén og fagnaði fyrir framan stuðningsmenn Arsenal og ögraði þeim.


Stuðningsmenn Arsenal voru lítt hrifnir af fögnuði Adebayors og Mark Clattenburg, dómari leiksins, gaf honum gula spjaldið.

Adebayor baðst seinna afsökunar á fagnaðarlátunum. Hann fékk hins vegar þriggja leikja bann fyrir að sparka í Robin van Persie, leikmann Arsenal, í leiknum.

Adebayor skoraði 14 deildarmörk fyrir City tímabilið 2009-10. Alls gerði hann 19 mörk í 45 leikjum fyrir City.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.