Blöskrar 45 prósenta hækkun hjá þeim sem minna mega sín á Seltjarnarnesi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. september 2019 16:38 Seltjarnarnesbær hefur á síðastliðnum tveimur árum skilað rúmlega 400 milljón króna tapi og aukið skuldir sveitarfélagsins um tæplega 3 milljarða. Vísir/Vilhelm Formaður Landsamtakanna Þroskahjálp segir ólíðandi vinnubrögð hjá Seltjarnarnesbæ að reyna að rétta af halla bæjarins með því að hækka íbúðaleigu þeirra sem standi höllum fæti í samfélaginu. Ekki síst þegar bærinn innheimti ekki einu sinni lágmarksútsvar auk þess sem bærinn veiti ekki einu sinni lágmarks félagsþjónustu. 160 milljóna króna halli varð á rekstri bæjarins á fyrri hluta ársins. Á bæjarstjórnarfundi í gær var samþykkt að hækka húsaleigu í félagslegum leiguíbúðum á Seltjarnarnesi um 45 prósent í áföngum á næsta hálfa ári. Kjarninn greindi fyrst frá og hefur eftir félagsmálafulltrúa Seltjarnarness að sautján félagslegar íbúðir séu í bænum auk tveggja framleiguíbúða.Bryndís Snæbjörnsdóttir, formaður Þroskahjálpar.Bryndís Snæbjörnsdóttir, formaður Þroskahjálpar, er afar ósátt við breytingarnar. „Það eru ekki nema 3,5-4 félagslegar íbúðir á eitt þúsund íbúðir á Seltjarnarnesi á meðan það eru tuttugu á eitt þúsund íbúðir í Reykjavík,“ segir Bryndís. Það sé mjög lágt hlutfall hjá Seltjarnarnesbæ. Íbúðirnar eru af ólíkum stærðum. Eftir breytingarnar verður leigan í mars um 76 þúsund krónur fyrir eins herbergja íbúð, 118 þúsund fyrir tveggja herbergja íbúð, 148 þúsund fyrir þriggja herbergja og 174 þúsund fyrir fjögurra herbergja samkvæmt útreikningum Kjarnans. „Okkur finnst að sveitarfélag sem innheimtir ekki hámarksútsvar geti ekki byrjað á að hækka hjá þeim sem minnst hafa. Það er ólíðandi,“ segir Bryndís.Ásgerður Halldórsdóttir er bæjarstjóri Seltjarnarness.Fréttablaðið/GVA„Það er umhugsunarvert að þau skuli leyfa sér það að mæta hallarekstri bæjarins svona. Þeir sem eru í félagslegu húsnæði eru þeir sem eru verst settir.“ Bæjarstjórn samþykkti breytingarnar sem gerðar voru að tillögu fjármálastjóra bæjarins. Tveir fulltrúar Samfylkingarinnar sátu hjá. „Þó að við styðjum við að félagslegar íbúðir séu ekki reknar með halla þá teljum við að 45% heildarhækkun á leigu félagslegra íbúða eigi ekki að koma til án mótvægisaðgerða til að minnka fjárhagsleg áhrif fyrir viðkvæman hóp,“ segir í bókun bæjarfulltrúa Samfylkingarinnar sem lesa má í fundargerðinni. Félagsmál Seltjarnarnes Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira
Formaður Landsamtakanna Þroskahjálp segir ólíðandi vinnubrögð hjá Seltjarnarnesbæ að reyna að rétta af halla bæjarins með því að hækka íbúðaleigu þeirra sem standi höllum fæti í samfélaginu. Ekki síst þegar bærinn innheimti ekki einu sinni lágmarksútsvar auk þess sem bærinn veiti ekki einu sinni lágmarks félagsþjónustu. 160 milljóna króna halli varð á rekstri bæjarins á fyrri hluta ársins. Á bæjarstjórnarfundi í gær var samþykkt að hækka húsaleigu í félagslegum leiguíbúðum á Seltjarnarnesi um 45 prósent í áföngum á næsta hálfa ári. Kjarninn greindi fyrst frá og hefur eftir félagsmálafulltrúa Seltjarnarness að sautján félagslegar íbúðir séu í bænum auk tveggja framleiguíbúða.Bryndís Snæbjörnsdóttir, formaður Þroskahjálpar.Bryndís Snæbjörnsdóttir, formaður Þroskahjálpar, er afar ósátt við breytingarnar. „Það eru ekki nema 3,5-4 félagslegar íbúðir á eitt þúsund íbúðir á Seltjarnarnesi á meðan það eru tuttugu á eitt þúsund íbúðir í Reykjavík,“ segir Bryndís. Það sé mjög lágt hlutfall hjá Seltjarnarnesbæ. Íbúðirnar eru af ólíkum stærðum. Eftir breytingarnar verður leigan í mars um 76 þúsund krónur fyrir eins herbergja íbúð, 118 þúsund fyrir tveggja herbergja íbúð, 148 þúsund fyrir þriggja herbergja og 174 þúsund fyrir fjögurra herbergja samkvæmt útreikningum Kjarnans. „Okkur finnst að sveitarfélag sem innheimtir ekki hámarksútsvar geti ekki byrjað á að hækka hjá þeim sem minnst hafa. Það er ólíðandi,“ segir Bryndís.Ásgerður Halldórsdóttir er bæjarstjóri Seltjarnarness.Fréttablaðið/GVA„Það er umhugsunarvert að þau skuli leyfa sér það að mæta hallarekstri bæjarins svona. Þeir sem eru í félagslegu húsnæði eru þeir sem eru verst settir.“ Bæjarstjórn samþykkti breytingarnar sem gerðar voru að tillögu fjármálastjóra bæjarins. Tveir fulltrúar Samfylkingarinnar sátu hjá. „Þó að við styðjum við að félagslegar íbúðir séu ekki reknar með halla þá teljum við að 45% heildarhækkun á leigu félagslegra íbúða eigi ekki að koma til án mótvægisaðgerða til að minnka fjárhagsleg áhrif fyrir viðkvæman hóp,“ segir í bókun bæjarfulltrúa Samfylkingarinnar sem lesa má í fundargerðinni.
Félagsmál Seltjarnarnes Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira