Erlent

Vill að Suður-Ítalía fái sérstöðu

Kristinn Haukur Guðnason skrifar
Conte fundar með Evrópusambandinu á næstunni.
Conte fundar með Evrópusambandinu á næstunni. Nordicphotos/EPA
Giuseppe Conte, forsætisráðherra Ítalíu, ætlar að biðja Evrópusambandið um að suðurhluti landsins fái sérstöðu hvað varðar styrki og fleira. Er það til að svæðið geti betur tekist á við atvinnuleysi og skipulagða glæpastarfsemi.

Mikill munur er á norður- og suðurhluta Ítalíu hvað varðar efnahag. 1,8 milljónir íbúa á Suður-Ítalíu búa við mikla fátækt og atvinnuleysi meðal ungs fólks er meira en 50 prósent. Þar að auki skortir mikið á fjárfestingu á svæðinu og yfirvöldum hefur gengið illa að snúa þróuninni við.

Conte hyggst funda með Ursulu von der Leyen, nýjum forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, um málefni Suður-Ítalíu. Til þess að áætlanir hans gangi í gegn þyrfti að breyta samningum sambandsins um stöðugleika og vöxt og Dyflinnarreglugerðinni vegna ábyrgðar á flóttafólki.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×