Enski boltinn

Enginn Pogba um helgina

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Pogba verður í stúkunni um helgina.
Pogba verður í stúkunni um helgina. vísir/getty
Man. Utd hefur staðfest að miðjumaðurinn Paul Pogba muni ekki spila með liðinu gegn Leicester City um helgina.Pogba er meiddur og getur því ekki spilað. Anthony Martial og Luke Shaw eru einnig meiddir.Aaron Wan-Bissaka og Jesse Lingard eru þess utan tæpir og óvíst hvort þeir geti spilað.Það er svo smá undiralda fyrir leikinn því James Maddison, leikmaður Leicester, er sterklega orðaður við Man. Utd í dag en það er reyndar ekki í fyrsta skiptið.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.