Halla Sigrún og Páll Magnús sækjast eftir forystu í SUS Stefán Ó. Jónsson skrifar 13. september 2019 10:30 Halla Sigrún Mathiesen og Páll Magnús Pálsson. Aðsend Halla Sigrún Mathiesen gefur kost á sér til formennsku Sambands ungra sjálfstæðismanna (SUS), á 45. þingi sambandsins sem fram á Akureyri dagana 20. til 22. september næstkomandi. Páll Magnús Pálsson býður sig fram til varaformanns. Þau eru bæði af miklum Sjálfstæðisættum. Faðir Höllu Sigrúnar er Árni Mathiesen, fyrrverandi sjávarútvegs- og fjármálaráðherra fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Faðir Páls Magnúsar er Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. Í framboðstilkynningu þeirra er þess getið að Halla er 21 árs, uppalinn Hafnfirðingur. Hún útskrifaðist með alþjóðlegt stúdentspróf frá menntaskóla í Róm vorið 2015 og lauk BA gráðu í hagfræði, stjórnmálafræði og sögu frá UCL vorið 2018. Halla Sigrún sinnti ýmsum félagsstörfum samhliða námi; t.a.m. er hún formaður Stefnis, félags ungra sjálfstæðismanna í Hafnarfirði, og situr jafnframt í fulltrúaráði flokksins í Hafnarfirði.SUS veiti fulltrúum aðhald Haft er eftir henni í tilkynningunni að hún vilji gera frelsinu hátt undir höfði og sýna að Sjálfstæðisflokkurinn og erindi hans eigi fullt erindi við ungt fólk. „SUS gegnir mikilvægu hlutverki innan flokksins og það hefur sýnt sig að okkar skoðanir og áherslur skipta máli. Sem formaður vonast ég til að efla þennan vettvang þar sem ungt fólk getur tekið þátt í að móta stefnu flokksins, en einnig veitt kjörnum fulltrúum nauðsynlegt aðhald. Mitt markmið er að SUS verði enn öflugra í að beita sér fyrir bættum lífskjörum, auknum tækifærum og frelsi einstaklingsins,“ segir Halla Sigrún.Garðbæingur og Eyjamaður Páll Magnús er 23 ára gamall, lögfræðingur að mennt og leggur stund á meistaranám við Háskólann í Reykjavík. Hann er sagður hafa verið virkur í félagsstörfum síðustu ár og þess getið að hann hafi verið formaður málfundafélags Lögréttu, félags laganema við Háskólann í Reykjavík, og varaformaður Hugins, félags ungra sjálfstæðismanna í Garðabæ. Aukinheldur situr Páll Magnús í umhverfisnefnd Garðabæjar, en Páll er í tilkynningunni sagður „Garðbæingur og Eyjamaður“. Sem fyrr segir ganga Ungir sjálfstæðismenn til kosninga um nýja forystu SUS á þingi sambandsins á Akureyri, helgina 20. til 22. september. Sem stendur eru þau Halla Sigrún og Páll Magnús þau einu sem hafa tilkynnt um framboð sitt. Akureyri Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Fleiri fréttir Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Lögregla leitar manns Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Sjá meira
Halla Sigrún Mathiesen gefur kost á sér til formennsku Sambands ungra sjálfstæðismanna (SUS), á 45. þingi sambandsins sem fram á Akureyri dagana 20. til 22. september næstkomandi. Páll Magnús Pálsson býður sig fram til varaformanns. Þau eru bæði af miklum Sjálfstæðisættum. Faðir Höllu Sigrúnar er Árni Mathiesen, fyrrverandi sjávarútvegs- og fjármálaráðherra fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Faðir Páls Magnúsar er Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. Í framboðstilkynningu þeirra er þess getið að Halla er 21 árs, uppalinn Hafnfirðingur. Hún útskrifaðist með alþjóðlegt stúdentspróf frá menntaskóla í Róm vorið 2015 og lauk BA gráðu í hagfræði, stjórnmálafræði og sögu frá UCL vorið 2018. Halla Sigrún sinnti ýmsum félagsstörfum samhliða námi; t.a.m. er hún formaður Stefnis, félags ungra sjálfstæðismanna í Hafnarfirði, og situr jafnframt í fulltrúaráði flokksins í Hafnarfirði.SUS veiti fulltrúum aðhald Haft er eftir henni í tilkynningunni að hún vilji gera frelsinu hátt undir höfði og sýna að Sjálfstæðisflokkurinn og erindi hans eigi fullt erindi við ungt fólk. „SUS gegnir mikilvægu hlutverki innan flokksins og það hefur sýnt sig að okkar skoðanir og áherslur skipta máli. Sem formaður vonast ég til að efla þennan vettvang þar sem ungt fólk getur tekið þátt í að móta stefnu flokksins, en einnig veitt kjörnum fulltrúum nauðsynlegt aðhald. Mitt markmið er að SUS verði enn öflugra í að beita sér fyrir bættum lífskjörum, auknum tækifærum og frelsi einstaklingsins,“ segir Halla Sigrún.Garðbæingur og Eyjamaður Páll Magnús er 23 ára gamall, lögfræðingur að mennt og leggur stund á meistaranám við Háskólann í Reykjavík. Hann er sagður hafa verið virkur í félagsstörfum síðustu ár og þess getið að hann hafi verið formaður málfundafélags Lögréttu, félags laganema við Háskólann í Reykjavík, og varaformaður Hugins, félags ungra sjálfstæðismanna í Garðabæ. Aukinheldur situr Páll Magnús í umhverfisnefnd Garðabæjar, en Páll er í tilkynningunni sagður „Garðbæingur og Eyjamaður“. Sem fyrr segir ganga Ungir sjálfstæðismenn til kosninga um nýja forystu SUS á þingi sambandsins á Akureyri, helgina 20. til 22. september. Sem stendur eru þau Halla Sigrún og Páll Magnús þau einu sem hafa tilkynnt um framboð sitt.
Akureyri Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Fleiri fréttir Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Lögregla leitar manns Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Sjá meira