Enski boltinn

Jürgen Klopp hafði betur gegn tveimur fyrrum stjórum Liverpool

Anton Ingi Leifsson skrifar
Jürgen Klopp glaður í bragði.
Jürgen Klopp glaður í bragði. vísir/getty
Jürgen Klopp er stjóri mánaðarins í ágúst í ensku úrvalsdeildinni en leikmaður, stjóri og mark mánaðarins var tilkynnt í dag.

Þetta kom ekki á mörgum óvart eftir að Liverpool vann alla fjóra leiki sína í mánuðinum gegn Norwich, Southampton, Arsenal og Burnley.

Klopp hafði því betur gegn Pep Guardiola og tveimur fyrrum stjórum Liverpool, Roy Hodgson og Brendan Rodgers, en þessir fjórir stjórar voru tilnefndir.





Harvey Barnes vann svo mark mánaðarins með stórkostlegu marki hjá Leicester gegn Sheffield United. Markið má sjá hér að neðan.

Fyrr í dag var svo greint frá því að Teemu Pukki, sóknarmaður Norwich, hafi verið valinn leikmaður mánaðarins eftir frábæra byrjun með nýliðunum.








Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×