Erlent

Samkomulag í höfn í Færeyjum

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Frá Þórshöfn.
Frá Þórshöfn. Fréttablaðið/GVA
Náðst hefur samkomulag milli leiðtoga Fólkaflokksins, Miðflokksins og Sambandsflokksins í Færeyjum um myndun nýrrar landsstjórnar eftir nýafstaðnar kosningar.Tíðindin eru nokkuð óvænt þar sem í gær virtist hafa komið bakslag í viðræðurnar. Flokkarnir þrír felldu stjórnina í þingkosningum sem fram fóru 31. ágúst síðastliðinn.Bárður Steig Nielsen, formaður Sambandsflokksins, hitti í dag forseta þingsins og tilkynnti honum um niðurstöðuna. Hann hefur nú nokkra daga til að komast að samkomulagi við hina flokkana tvo um skiptingu ráðuneyta.

Tengd skjöl


Tengdar fréttir

Fær­eyingar ganga að kjör­kössunum í dag

37.819 eru á kjörskrá þegar þingkosningar fara fram í Færeyjum í dag. Níu flokkar eru í framboði til Lögþingsins þar sem barist er um 33 þingsæti.

Bakslag í viðræðurnar

Bakslag er komið í stjórnarmyndunarviðræður Fólkaflokksins, Sambandsflokksins og Miðflokksins í Færeyjum. Flokkarnir þrír felldu stjórnina í þingkosningum sem fram fóru 31. ágúst síðastliðinn.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.