Erlent

Samkomulag í höfn í Færeyjum

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Frá Þórshöfn.
Frá Þórshöfn. Fréttablaðið/GVA

Náðst hefur samkomulag milli leiðtoga Fólkaflokksins, Miðflokksins og Sambandsflokksins í Færeyjum um myndun nýrrar landsstjórnar eftir nýafstaðnar kosningar.

Tíðindin eru nokkuð óvænt þar sem í gær virtist hafa komið bakslag í viðræðurnar. Flokkarnir þrír felldu stjórnina í þingkosningum sem fram fóru 31. ágúst síðastliðinn.

Bárður Steig Nielsen, formaður Sambandsflokksins, hitti í dag forseta þingsins og tilkynnti honum um niðurstöðuna. Hann hefur nú nokkra daga til að komast að samkomulagi við hina flokkana tvo um skiptingu ráðuneyta.


Tengdar fréttir

Bakslag í viðræðurnar

Bakslag er komið í stjórnarmyndunarviðræður Fólkaflokksins, Sambandsflokksins og Miðflokksins í Færeyjum. Flokkarnir þrír felldu stjórnina í þingkosningum sem fram fóru 31. ágúst síðastliðinn.



Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.