Erlent

Bakslag í viðræðurnar

Sighvatur Arnmundsson skrifar
Færeyska þingið verður sett á laugardaginn.
Færeyska þingið verður sett á laugardaginn. Nordicphotos/Getty

Bakslag er komið í stjórnarmyndunarviðræður Fólkaflokksins, Sambandsflokksins og Miðflokksins í Færeyjum. Flokkarnir þrír felldu stjórnina í þingkosningum sem fram fóru 31. ágúst síðastliðinn.

Samkomulag um stjórnarsáttmála lá fyrir í fyrrakvöld en formenn flokkanna komu sér hins vegar ekki saman um skiptingu ráðuneyta.

Bárður á Steig Nielsen, formaður Sambandsflokksins, mun í dag hitta forseta þingsins. Hafi ekki tekist að leysa úr ágreiningi gæti þingforsetinn veitt öðrum stjórnarmyndunarumboð.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.