Erlent

Bakslag í viðræðurnar

Sighvatur Arnmundsson skrifar
Færeyska þingið verður sett á laugardaginn.
Færeyska þingið verður sett á laugardaginn. Nordicphotos/Getty
Bakslag er komið í stjórnarmyndunarviðræður Fólkaflokksins, Sambandsflokksins og Miðflokksins í Færeyjum. Flokkarnir þrír felldu stjórnina í þingkosningum sem fram fóru 31. ágúst síðastliðinn.

Samkomulag um stjórnarsáttmála lá fyrir í fyrrakvöld en formenn flokkanna komu sér hins vegar ekki saman um skiptingu ráðuneyta.

Bárður á Steig Nielsen, formaður Sambandsflokksins, mun í dag hitta forseta þingsins. Hafi ekki tekist að leysa úr ágreiningi gæti þingforsetinn veitt öðrum stjórnarmyndunarumboð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×