Enski boltinn

Sex leikir í röð án sigurs hjá Derby

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Cardiff-menn fagna.
Cardiff-menn fagna. vísir/getty

Derby County og Cardiff City skildu jöfn, 1-1, í fyrsta leik 7. umferðar ensku B-deildarinnar í kvöld.

Scott Malone kom Derby yfir á 6. mínútu eftir mikinn barning í vítateig Cardiff. Á 19. mínútu jafnaði Robert-Nesta Glatzel úr vítaspyrnu og þar við sat. Lokatölur 1-1.

Derby hefur ekki tapað í síðasta 51 leik sem liðið hefur komist yfir í.


Bæði Derby og Cardiff hafa farið frekar rólega af stað á tímabilinu.

Derby vann Huddersfield, 1-2, í 1. umferð B-deildarinnar en hefur ekki unnið leik síðan. Hrútarnir eru í 18. sæti með sjö stig.

Cardiff, sem féll úr ensku úrvalsdeildinni í vor, er í 12. sæti deildarinnar með níu stig.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.