Enski boltinn

Sex leikir í röð án sigurs hjá Derby

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Cardiff-menn fagna.
Cardiff-menn fagna. vísir/getty
Derby County og Cardiff City skildu jöfn, 1-1, í fyrsta leik 7. umferðar ensku B-deildarinnar í kvöld.Scott Malone kom Derby yfir á 6. mínútu eftir mikinn barning í vítateig Cardiff. Á 19. mínútu jafnaði Robert-Nesta Glatzel úr vítaspyrnu og þar við sat. Lokatölur 1-1.Derby hefur ekki tapað í síðasta 51 leik sem liðið hefur komist yfir í.Bæði Derby og Cardiff hafa farið frekar rólega af stað á tímabilinu.Derby vann Huddersfield, 1-2, í 1. umferð B-deildarinnar en hefur ekki unnið leik síðan. Hrútarnir eru í 18. sæti með sjö stig.Cardiff, sem féll úr ensku úrvalsdeildinni í vor, er í 12. sæti deildarinnar með níu stig.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.