Íslenski boltinn

Úrslitaleikur á Kópavogsvelli í kvöld | Valur getur tryggt sér titilinn

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Landsliðskonurnar Elín Metta Jensen og Ásta Eir Árnadóttir eigast við í fyrri deildarleik Vals og Breiðabliks.
Landsliðskonurnar Elín Metta Jensen og Ásta Eir Árnadóttir eigast við í fyrri deildarleik Vals og Breiðabliks. vísir/bára
Valur getur tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn þegar liðið sækir Breiðablik heim í sautjándu og næstsíðustu umferð Pepsi Max-deildar kvenna í kvöld.Valur og Íslandsmeistarar Breiðabliks hafa verið í sérflokki í Pepsi Max-deildinni í sumar og stungið önnur lið af.Valskonur eru með 46 stig á toppnum, tveimur stigum á undan Blikum. Með sigri í kvöld verður Valur því Íslandsmeistari.Ef leikurinn endar með jafntefli eru Valskonur svo gott sem orðnar Íslandsmeistarar því þær eru með miklu betri markatölu en Blikar. Valur er með 52 mörk í plús en Breiðablik 35. Vinni Blikar verða þeir í bílstjórasætinu fyrir lokaumferðina á laugardaginn.

Berglind Björg Þorvaldsdóttir hefur skorað 13 mörk í Pepsi Max-deildinni og er markahæst Blika.vísir/bára
Valur og Breiðablik gerðu 2-2 jafntefli þegar þau mættust á Hlíðarenda í 8. umferð 3. júlí.Valur komst í 2-0 snemma leiks með mörkum Margrétar Láru Viðarsdóttur og Hlínar Eiríksdóttur. Berglind Björg Þorvaldsdóttir minnkaði muninn í 2-1 á 40. mínútu og tveimur mínútum fyrir leikslok jafnaði Alexandra Jóhannsdóttir og tryggði Blikum stig.Þetta er eini leikurinn í Pepsi Max-deildinni í sumar sem Valur hefur ekki unnið. Breiðablik gerði hins vegar markalaust jafntefli við Þór/KA í 13. umferð.Valur hefur ekki orðið Íslandsmeistari síðan 2010 en þeirri bið gæti lokið í kvöld. Valskonur hafa tekið stór skref fram á við síðan á síðasta tímabili. Á sama tíma í fyrra var Valur með 30 stig.Fimm leikmenn í leikmannahópi Vals voru í Íslandsmeistaraliðinu 2010: Dóra María Lárusdóttir, Elín Metta Jensen, Hallbera Gísladóttir, Málfríður Erna Sigurðardóttir og Thelma Björk Einarsdóttir.

Hlín er markahæst í Pepsi Max-deildinni ásamt liðsfélaga sínum, Elínu Mettu.vísir/bára
Í lokaumferðinni á laugardaginn fær Valur Keflavík í heimsókn á meðan Breiðablik sækir Fylki heim.Leikur Breiðabliks og Vals hefst klukkan 19:15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Útsending hefst stundarfjórðungi fyrir leik. Þá verður hægt að fylgjast með leiknum í beinni textalýsingu á Vísi.Fjórir aðrir leikir fara fram í Pepsi Max-deild kvenna í dag. Úrslitin í fallbaráttunni gætu ráðist en Keflavík verður að vinna HK/Víking og treysta á að ÍBV vinni ekki Fylki til að eiga möguleika á að halda sér uppi.Leikir dagsins:

14:00 KR - Selfoss

14:00 ÍBV - Fylkir

14:00 Keflavík - HK/Víkingur

14:45 Þór/KA - Stjarnan

19:15 Breiðablik - Valur

Staðan í Pepsi Max-deild kvenna þegar tveimur umferðum er ólokið.Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.