Íslenski boltinn

Pétur Pétursson: Komnar 30 sekúndur fram yfir tímann sem var gefið upp

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Valskonur voru 30 sekúndum frá Íslandsmeistaratitli í kvöld
Valskonur voru 30 sekúndum frá Íslandsmeistaratitli í kvöld vísir/daníel
„Það voru komnar 30 sekúndur fram yfir tímann sem var búið að gefa upp en við tökum þessu, 1-1 og einn leikur eftir,“ sagði frekar súr Pétur Pétursson að loknu jafntefli Vals og Breiðabliks í Pepsi Max deild kvenna í kvöld. 

„Við vörum í alla leiki til að vinna þá,“ sagði Pétur jafnframt um síðasta leik tímabilsins en Valur mætir þar nýföllnu liði Keflavíkur og þarf aðeins eitt stig til að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn. 

„Veðrið hafði sitt að segja fannst mér. Þetta var ekkert besti leikur sem hefur verið spilaður en hann var spennandi örugglega.“ 

Að lokum var Pétur aftur spurður hvort markmiðið í síðasta leik tímabilsins væri ekki frekar einfalt.

„Ég ætla bara að minna fólk á það að þetta eru allt erfiðir leikir sem Valur spilar. Þetta er ekki svona auðvelt eins og flestir halda.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.