Enski boltinn

Martröð stuðningsmanna Liverpool á síðum blaðanna í morgun

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Virgil van Dijk og Jürgen Klopp.
Virgil van Dijk og Jürgen Klopp. Getty/Andrew Powell
Virgil van Dijk hefur stimplað sig inn sem besti varnarmaður heims síðan að hann kom til Liverpool. Framtíð hans gæti legið annars staðar en á Anfield.

Í mánudagslúðri blaðanna kemur fram að spænsku stórliðin ætli að fara í kapphlaup um Virgil van Dijk en ekki bara hann heldur vilja þau einnig fá Jürgen Klopp, knattspyrnustjóra Liverpool.

Real Madrid og Barcelona hafa bæði sótt leikmenn til Liverpool í gegnum tíðina og hollenski miðvörðurinn gæti nú bæst í þann hóp. Klopp yrði aftur á móti fyrst knattspyrnustjóri Liverpool sem færi til Real Madrid eða Barcelona.  





Spænska blaðið AS slær því upp að Real Madrid og Barcelona vilji bæði fá Virgil van Dijk og Jürgen Klopp og að þau séu bæði tilbúin að bjóða í þá risaupphæð.

Virgil van Dijk er 28 ára gamall og samningur hans við Liverpool rennur út 30. júní 2023 eða eftir tæp fjögur tímabil.

Samningur Jürgen Klopp rennur út sumarið 2022 en þýski stjórinn hefur haldið því opnu hvað taki við hjá honum þá.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×