Erlent

Regnbogafáni bannaður á byggingum

Kristinn Haukur Guðnason skrifar
Sölvesborg er heimabær hins umdeilda Jimmie Akesson.
Sölvesborg er heimabær hins umdeilda Jimmie Akesson. Nordicphotos/AFP
Bæjarstjórn Sölvesborg í Suður-Svíþjóð hefur ákveðið að banna að flagga regnboga­fánanum á opinberum byggingum. Sölvesborg er heimabær Jimmie Akesson, leiðtoga hægripopúlistaflokksins Svíþjóðardemókratanna, og flokkurinn situr í meirihluta bæjarstjórnar, ásamt Kristilegum demókrötum, Moderaterna og SoL flokknum.„Hefðir skipta okkur máli og ég veit að margir af eldri kynslóðinni deila þeirri skoðun með okkur,“ sagði Louise Erixon, bæjarfulltrúi Svíþjóðardemókrata og sambýliskona Akesson. Annar talsmaður flokksins, Nicolas Westrup, sagði regnbogafánann pólitískan og eiga því ekkert erindi á opinberar byggingar.Hinsegin samfélagið á svæðinu hefur ákveðið að bregðast við þessu og ákveðið hefur verið að halda gleðigöngu í fyrsta sinn í Sölvesborg á næsta ári.Þá eru margir stjórnmálamenn innan Moderaterna hneykslaðir á samflokksfólki sínu sem ákvað að samþykkja þetta, meðal annars Filippa Reinfeldt, talskona flokksins í málefnum hinsegin fólks og fyrrverandi eiginkona Fredrik Reinfeldt forsætisráðherra árin 2006 til 2014.„Þetta er algjörlega óviðeigandi og ekki samkvæmt stefnu Moderaterna,“ sagði hún. „Að mínu mati er regnbogafáninn tákn frelsisins og réttarins til að vera og elska hvern sem þú vilt.“Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.