Enski boltinn

Neville hraunar yfir umboðsmann Pogba og biður Manchester United að hætta semja við hann

Anton Ingi Leifsson skrifar
Umboðsmaðurinn umdeildi.
Umboðsmaðurinn umdeildi. vísir/getty
Gary Neville, sparkspekingur og fyrrum leikmaður Manchester United, er allt annað en sáttur með umboðsmanninn umdeilda, Mino Raiola, og kallar hann skömm.

Raiola vann látlaust að því í sumar að koma Pogba í burtu frá félaginu en það tókst ekki svo hann er enn á mála hjá Manchester United.

„Umboðsmaður hans er skömm og hefur verið það út um alla Evrópu, ekki bara hjá Manchester United,“ sagði Neville í samtali við Independent.







„Þeir verða að hætta að vinna með honum. Hann hefur ekki þau gildi sem þú vilt hafa í þínu félagi. Þeir verða að hætta ða semja við hann.“

„Hann mun reyna láta sína leikmenn skipta um lið og taka hluta af kaupverðinu sjálfur. Þannig vinnur hann,“ sagði Englendingurinn allt annað en sátttur með umboðsmanninn.

Pogba var markahæsti leikmaður United á síðustu leiktíð en hann skoraði þrettán mörk fyrir liðið sem endaði í 6. sæti deildarinnar




Fleiri fréttir

Sjá meira


×