Synti fjórum sinnum yfir Ermarsundið án þess að stoppa Samúel Karl Ólason skrifar 17. september 2019 07:51 Sarah Thomas. Mynd af Facebooksíðu Söruh Bandarísk kona hefur náð því afreki að verða fyrsta manneskjan til að synda fjórum sinnum yfir Ermarsundið án þess að stoppa. Sarah Thomas hóf áskorun sína á sunnudaginn og það tók hana rúma 54 klukkutíma að klára þrekraunina. Thomas lauk meðferð gegn brjóstakrabbameini í fyrra og tileinkaði afrek sitt þeim sem hafa lifað krabbamein af, samkvæmt BBC. Einungis fjórir aðilar höfðu farið þrjár ferðir yfir Ermarsundið áður. Í samtali við BBC sagðist hún verulega þreytt og hún stefndi á að sofa í sólarhring. Thomas sagði saltvatnið hafa verið erfitt að eiga við og hún væri sár í munninum og hálsinum. Þá sagðist hún hafa verið stungin í andlitið af marglyttu og að straumurinn hefði reynst henni mjög erfiður í síðustu ferðinni. Til marks um strauminn, þá áttu þessar fjórar ferðir hennar að vera um 130 kílómetrar en hún endaði á því að synda 210 kílómetra. Thomas sagði liðsmenn hennar hafa hjálpað henni að halda áfram en þetta er ekki í fyrsta sinn sem hún syndir yfir Ermarsundið. Það hefur hún áður gert árið 2012 og 2016. Eftirlitsmaðurinn Kevin Murphy, sem fylgdist með sundi Thomas, sagði afrek hennar ótrúlegt og það hafi verið tilfinningaþrungin stund þegar hún lauk sundinu. Extraordinary, amazing, super-human!!! Just when we think we've reached the limit of human endurance, someone shatters the records. Huge congratulations to Sarah Thomas on swimming the English Channel 4x continuously!!! pic.twitter.com/kOa9QlereH— Lewis Pugh (@LewisPugh) September 17, 2019 Bretland Frakkland Sjósund Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent „Það hefði auðvitað verið betra“ Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Fleiri fréttir Ráðgjafi Farage sagði Bretland eiga að endurheimta nýlendurnar Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Sjá meira
Bandarísk kona hefur náð því afreki að verða fyrsta manneskjan til að synda fjórum sinnum yfir Ermarsundið án þess að stoppa. Sarah Thomas hóf áskorun sína á sunnudaginn og það tók hana rúma 54 klukkutíma að klára þrekraunina. Thomas lauk meðferð gegn brjóstakrabbameini í fyrra og tileinkaði afrek sitt þeim sem hafa lifað krabbamein af, samkvæmt BBC. Einungis fjórir aðilar höfðu farið þrjár ferðir yfir Ermarsundið áður. Í samtali við BBC sagðist hún verulega þreytt og hún stefndi á að sofa í sólarhring. Thomas sagði saltvatnið hafa verið erfitt að eiga við og hún væri sár í munninum og hálsinum. Þá sagðist hún hafa verið stungin í andlitið af marglyttu og að straumurinn hefði reynst henni mjög erfiður í síðustu ferðinni. Til marks um strauminn, þá áttu þessar fjórar ferðir hennar að vera um 130 kílómetrar en hún endaði á því að synda 210 kílómetra. Thomas sagði liðsmenn hennar hafa hjálpað henni að halda áfram en þetta er ekki í fyrsta sinn sem hún syndir yfir Ermarsundið. Það hefur hún áður gert árið 2012 og 2016. Eftirlitsmaðurinn Kevin Murphy, sem fylgdist með sundi Thomas, sagði afrek hennar ótrúlegt og það hafi verið tilfinningaþrungin stund þegar hún lauk sundinu. Extraordinary, amazing, super-human!!! Just when we think we've reached the limit of human endurance, someone shatters the records. Huge congratulations to Sarah Thomas on swimming the English Channel 4x continuously!!! pic.twitter.com/kOa9QlereH— Lewis Pugh (@LewisPugh) September 17, 2019
Bretland Frakkland Sjósund Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent „Það hefði auðvitað verið betra“ Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Fleiri fréttir Ráðgjafi Farage sagði Bretland eiga að endurheimta nýlendurnar Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Sjá meira