Enski boltinn

Van Dijk neitar því að vera að ræða nýjan samning við Liverpool

Anton Ingi Leifsson skrifar
Van Dijk í leiknum gegn Napoli í Meistaradeildinni.
Van Dijk í leiknum gegn Napoli í Meistaradeildinni. vísir/getty

Virgil van Dijk hefur neitað þeim sögusögnum um að Hollendingurinn sé að ræða nýjan samning við Liverpool en hann kom til félagsins frá Southampton fyrir tveimur árum.

Hann hefur farið á kostum í Liverpool-búningnum og spilaði stóra rullu í því að liðið varð Evrópumeistari á síðustu leiktíð og endaði stigi á eftir Man. City í ensku úrvalsdeildinni.

Núverandi samningur hans við félagið rennur út árið 2023 og fjölmiðlar ytra höfði greint frá því að hann væri í viðræðum við Liverpool um nýjan samning en svo er ekki.

„Það er ekkert að gerast svo það er staðan,“ sagði Hollendingurinn í samtali við Sky Sports. „Ég sá í fjölmiðlum að ég væri að samþykkja nýjan samning og fleira.“
„Staðreyndin er sú að ég er ekki einu sinni að ræða um það á þessum tímapunkti. Það eina sem ég vil gera er að einbeita mér að fótboltanum og við munum sjá hvað framtíðin ber í skauti sér.“Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.