Fótbolti

Bæjarar reyna að taka mótherjana úr jafnvægi með nýjum tæknivæddum leikmannagöngum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Leikmenn Bayern München í leikmannagöngunum á Allianz Arena áður en LED skjáirnir voru settir upp á öllum veggjum.
Leikmenn Bayern München í leikmannagöngunum á Allianz Arena áður en LED skjáirnir voru settir upp á öllum veggjum. Getty/Maja Hitij

Allianz Arena er einn flottasti knattspyrnuleikvangurinn í Evrópu og nú hafa heimamenn í Bayern München bætt við upplifun leikmanna.

Bæjarar hafa hér eftir möguleikann á því að taka mótherjana úr jafnvægi með nýjum tæknivæddum leikmannagöngum.

Veggirnir í leikmannagöngunum eru nú einn stór LED skjár sem er fjórtán metra langur og þriggja metra hár. Þar getur Bayern birt alls kyns myndir og myndbönd.

Karl-Heinz Rummenigge, stjórnarformaður Bayern München, talar um „rauða helvítið“ og það er ljóst að það getur verið verið mikið áreiti á leikmenn þegar þeir taka  síðustu skrefin inn á völlinn fyrir leik á móti Bayern München á Allianz Arena.

Hér fyrir neðan má sjá myndbrot út nýju leikmannagöngunum.Bayern München vann í gær 3-0 sigur á Rauðu Stjörnuni frá Belgrad í fyrsta heimaleiknum í Meistaradeildinni á tímabilinu og hafði unnið 6-1 sigur á Mainz 05 í síðasta heimaleiknum í deildinni. Hvort að leikmannagöngin hafa tekið mótherjana úr jafnvægi fyrir þessa leiki er ekki vitað.

Bayern München þarf kannski á smá hjálp að halda í þýsku deildinni þar sem liðið er „bara“ í fjórða sæti eftir fjórar umferðir en tveir af fjórum leikjum liðsins hafa endað með jafntefli þar á meðal síðasti leikur sem var útileikur við RB Leipzig um síðustu helgi.
Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.