AZ bjargaði stigi manni færri í Belgrad | Stórt tap hjá CSKA Moskvu

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Myron Boadu jafnar í 2-2 fyrir AZ Alkmaar gegn Partizan Belgrad.
Myron Boadu jafnar í 2-2 fyrir AZ Alkmaar gegn Partizan Belgrad. vísir/getty
Albert Guðmundsson sat allan tímann á varamannabekknum þegar AZ Alkmaar gerði 2-2 jafntefli við Partizan Belgrad í L-riðli Evrópudeildarinnar í kvöld.AZ komst yfir með marki Calvin Stengs á 13. mínútu. Hollendingar misstu mann af velli á 27. mínútu þegar Jonas Svensson fékk rautt spjald.Þremur mínútum fyrir hálfleik kom Bibras Natcho Partizan yfir. Hann skoraði svo aftur á 61. mínútu en hinn 18 ára Myron Boadu tryggði AZ stig þegar hann jafnaði sex mínútum síðar. Lokatölur 2-2.Í hinum leik L-riðils vann Manchester United 1-0 sigur á Astana. Rúnar Már Sigurjónsson lék allan leikinn fyrir Astana.Hörður Björgvin Magnússon lék allan leikinn í vörn CSKA Moskvu sem fékk skell gegn Ludogorets, 5-1, í H-riðli. Arnór Sigurðsson var fjarri góðu gamni hjá CSKA Moskvu vegna meiðsla.Rússarnir voru yfir í hálfleik en Búlgararnir voru miklu sterkari í seinni hálfleik og skoruðu þá fimm mörk. Ludogorets sló Val úr leik í 2. umferð forkeppninnar, 5-1 samanlagt.Roma vann öruggan sigur á Istanbul Basaksehir, 4-0, í J-riðli. Edin Dzeko, Nicolo Zaniolo og Justin Kluivert voru á skotskónum fyrir Roma auk þess sem Junior Caicara, varnarmaður Basaksehir, skoraði sjálfsmark.Strákarnir hans Stevens Gerrard í Rangers unnu 1-0 sigur á Feyenoord á Ibrox í G-riðli. Sheyi Ojo, lánsmaður frá Liverpool, skoraði eina mark leiksins. Í hinum leik G-riðil bar Porto sigurorð af Young Boys, 2-1.Wolves tapaði 0-1 fyrir Braga á Molineux í K-riðli.Úrslitin úr leikjunum sem hófust klukkan 19:00 má sjá hér fyrir neðan.G-riðill

Rangers 1-0 Feyenoord

Porto 2-1 Young BoysH-riðill

Ludogorets 5-1 CSKA Moskva

Espanyol 1-1 FerencvárosI-riðill

Wolfsburg 3-1 Oleksandriya

Gent 3-2 St ÉtienneJ-riðill

Roma 4-0 Istanbul Basaksehir

Borussia Mönchengladbach 0-4 WolfsbergerK-riðill

Wolves 0-1 Braga

Slovan Bratislava 4-2 BesiktasL-riðill

Man. Utd. 1-0 Astana

Partizan Belgrad 2-2 AZ Alkmaar

Tengd skjöl

Bein lýsing

Leikirnir
    Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.