Hinn 17 ára Greeenwood hetja United gegn Rúnari Má og félögum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Greenwood fagnar sínu fyrsta marki fyrir United.
Greenwood fagnar sínu fyrsta marki fyrir United. vísir/getty
Hinn 17 ára Mason Greenwood skoraði eina mark leiksins þegar Manchester United tók á móti Astana í L-riðli Evrópudeildarinnar í kvöld.Rúnar Már Sigurjónsson lék allan leikinn fyrir Astana. Skagfirðingurinn hefur verið stuðningsmaður United alla tíð.United var miklu sterkari aðilinn í leiknum en gekk erfiðlega að koma boltanum framhjá Nenad Eric í marki Astana. Hann varði m.a. tvisvar vel frá Marcus Rashford í fyrri hálfleik. Brasilíski miðjumaðurinn Fred átti einnig skot í slá í upphafi leiks.Á 73. mínútu fékk Greenwood boltann frá Fred hægra megin í vítateig Astana, fór á hægri fótinn og skoraði framhjá Eric úr þröngu færi. Þetta var fyrsta mark Greenwoods í keppnisleik fyrir United. Hann er jafnframt sá yngsti sem skorar fyrir United í Evrópuleik í sögu félagsins.Sjö mínútum síðar átti Jesse Lingard skot í slána. Eric varði svo vel frá Lingard þegar tvær mínútur voru eftir.Fleiri urðu mörkin ekki og United byrjar tímabilið í Evrópudeildinni með sigri.

Tengd skjöl

Bein lýsing

Leikirnir
    Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.