Arnór Ingvi og félagar töpuðu í Kænugarði

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Arnór Ingvi lék fyrstu 86 mínúturnar í tapi Malmö fyrir Dynamo Kiev.
Arnór Ingvi lék fyrstu 86 mínúturnar í tapi Malmö fyrir Dynamo Kiev. vísir/getty
Arnór Ingvi Traustason var í byrjunarliði Malmö sem tapaði fyrir Dynamo Kiev, 1-0, á útivelli í B-riðli Evrópudeildarinnar í kvöld.Vitaliy Buyalskyy skoraði eina mark leiksins á 84. mínútu. Tveimur mínútum síðar var Arnór Ingvi tekinn af velli.Í hinum leiknum í B-riðli unnu Danmerkurmeistarar FC Copenhagen Lugano frá Sviss með einu marki gegn engu.Jón Guðni Fjóluson sat allan tímann á bekknum hjá Krasnodar sem steinlá fyrir Basel, 5-0, í C-riðli. Í hinum leik C-riðils vann Getafe 1-0 sigur á Trabzonspor.Sevilla, sem vann Evrópudeildina 2014, 2015 og 2016, vann Qarabag á útivelli í A-riðli, 0-3. Javier Hernández, sem er vanur að halda til inni í vítateignum, kom Sevilla yfir með frábæru skoti beint úr aukaspyrnu á 62. mínútu. Munir El Haddadi og Oliver Torres bættu svo við mörkum.Ekki vantaði fjörið í hinn leikinn í A-riðli þar sem Dudelange frá Lúxemborg vann dramatískan sigur á APOEL frá Kýpur, 3-4 . APOEL lenti 0-2 undir en skoraði svo þrjú mörk á fjögurra mínútna kafla í byrjun seinni hálfleik. Lúxemborgararnir voru hins vegar sterkari á lokasprettinum, skoruðu tvö mörk og tryggðu sér sigurinn.Í E-riðli gerðu Skotlandsmeistarar Celtic jafntefli við Rennes í Frakklandi, 1-1. Þá vann PSV Eindhoven 3-2 sigur á Sporting í D-riðli.Úrslitin úr leikjunum sem búnir eru í Evrópudeildinni má sjá hér fyrir neðan. Klukkan 19:00 hefjast tólf leikir.A-riðill

Qarabag 0-3 Sevilla 

APOEL 3-4 F91 DudelangeB-riðill

Dynamo Kiev 1-0 Malmö

FC Copenhagen 1-0 LuganoC-riðill

Basel 5-0 Krasnodar

Getafe 1-0 TrabzonsporD-riðill

PSV 3-2 Sporting

LASK Linz 1-0 RosenborgE-riðill

Cluj 2-1 Lazio

Rennes 1-1 CelticF-riðill

Frankfurt 0-3 Arsenal

Standard Liege 2-0 Guimaraes

Tengd skjöl

Bein lýsing

Leikirnir
    Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.