Innlent

Hefja aðgerðir gegn matarsóun

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, hefur hrint af stað verkefnum sem ætlað er að draga úr matarsóun.
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, hefur hrint af stað verkefnum sem ætlað er að draga úr matarsóun. vísir/vilhelm

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, hefur ákveðið að fara af stað með verkefni sem ætlað er að vinna gegn matarsóun. Eru verkefnin liður í aðgerðaáætlun Íslands í loftslagsmálum og verða þau í umsjón Umhverfisstofnunar.

Að því er fram kemur á vef umhverfis- og auðlindaráðuneytisins er eitt verkefnið könnun á viðhorfi Íslendinga til matarsóunar.

Sambærilegar kannanir voru gerðar árin 2015 og 2017 en markmið könnunarinnar nú er meðal annars að rannsaka hvort viðhorf til matarsóunar hefur breyst á undanförnum misserum.

Auk þess verður efnt til viðburðar um matarasóun „þar sem verður boðið upp á veitingar úr illseljanlegum, „útlitsgölluðum“ en bragðgóðum matvörum í þeim tilgangi að vekja athygli á hve miklum matvælum við sóum árlega,“ að því er segir í tilkynningu ráðuneytisins.

Þá verður auknu fé veitt í kynningu og fræðslu um matarsóun, rekstur vefsins matarsoun.is tryggður áfram og ráðist í samstarfsverkefni með Matvælastofnun og heilbrigðiseftirlitum sveitarfélaganna.

„Verkefnið felst í að gera athugun á því hvar eftirlitsaðilar gera mögulega kröfur sem ekki eru nauðsynlegar m.t.t. matvælaöryggis sem gætu ýtt undir matarsóun. Í framhaldinu verði gripið til ráðstafana til að samræma eftirlitið í því skyni að tryggja að einungis verði gerðar þær kröfur sem nauðsynlegar eru vegna matvælaöryggis,“ segir í tilkynningu.


Tengdar fréttir

Ferðalag bananans skoðað í þaula

Björn og Johanna unnu saman að sýningu sem sýnir ferðalag banana frá Ekvador til landsins. Björn segir algengt að neytendur átti sig ekki á því flókna ferli að koma slíkum vörum til landsins.

Þúsund heimili taka þátt í matar­sóunar­rann­sókn

Þúsund heimili verða beðin um að taka þátt í rannsókn á umfangi matarsónar á næstunni. Sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun segir þátttöku auðvelda en nauðsynlega svo hægt sé að nýta niðurstöður til að skerpa á aðgerðum í matarsóunarmálum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.