Sex ráð til unga fólksins sem vill breyta heiminum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. ágúst 2019 14:47 Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur segir á ábyrgð hvers og eins að gera eitthvað í málunum. Fréttablaðið/Auðunn Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur, sem látið hefur til sín taka í umræðu um loftslagsmál undanfarin misseri, hefur tekið saman ráð til fólks sem vill breyta heiminum til hins betra. Segir hann ráðin ekki síst eiga erindi við ungu kynslóðina sem munu erfa jörðina og láti sig eðlilega loftslagsmálin varða. Ráðleggingar Einars koma ekki úr lausu lofti. Til umræðu hefur verið að minnka neyslu dýraafurða í skólamötuneytum landsins og óhætt að segja að skiptar skoðanir séu á þeim hugmyndum. Unglingar höfðu á orði í kvöldfréttum RÚV í gær að þeir væru alveg tilbúnir að draga úr kjöt- og fiskáti í loftslagsskyni. „Það er allt gott og blessað en hér koma með nokkur ráð til viðbótar sem eru jafnvel enn áhrifaríkari, ekki síst fyrir yngri kynslóðir landsins sem láta loftslagmálin sig eðlilega miklu varða.“ Hann segir margt hægt að gera í daglega lífinu og ekki eftir neinu að bíða. Þar gildi ábyrgð hvers og eins og meðvitund um það sem raunverulega skipti máli í glímunni við loftslagsvandann. Ráð Einars má sjá hér að neðan en þau hafa vakið mikla athygli á Facebook og eru í mikilli dreifingu.Einar hvetur unga fólkið til að ganga, hjóla eða taka strætó í skólann.Vísir/Kolbeinn Tumi1. Sleppa því að láta keyra sig í skólann. Ganga eða hjóla alla 180 daga skólaársins. Einnig í frístundir eða nota strætó eða tómstundabílinn. Með því sparast á að giska 15-25 milljónir ekinna km í Reykjavík árlega.Einar hvetur unga fólkið til að kaupa minna af fötum, skóm og halda lengur í raftæki sín.vísir/ebg2. Kaupa minna af nýjum fötum og skóm. Nýta lengur, skiptast á og kaupa notað. Halda lengur í snjallsímann sinn og önnur persónuleg tæki.Einar hvetur unga fólkið til að hætta að kaupa innflutta drykki á borð við Nocco og gos.Vísir3. Hætta að kaupa drykki sem að stofni til eru innflutt vatn. Það á við um Nocco, erlenda orkudrykki, safa, gosvatn og aðra sem skilja eftir sig stórt kolefnisspor í flutningum.Einar hvetur unga fólkið til að draga úr ferðalögum til útlanda með flugvélum.Vísir/vilhelm4. Neita sér um flugferðir til útlanda. Kannski óþarfa naumhyggja að sleppa alveg að fljúga eins og Greta Thunberg. Fljúga kannski einu sinni á ári og þá frekar styttri ferðir.Klárum af diskunum okkar og verum meðvituð um að kaupa ekki of mikinn mat sem endar svo í ruslinu.Vísir/Getty5. Nýta vel allan mat og venja sig við að klára alltaf af disknum sínum. Vera meðvitaður um matarsóun þegar keyptar eru pizzur, ís, snakk, gos eða annar matur.Tré binda kolefni úr andrúmsloftinu.Vísir/Getty6. Spara fyrir kolefnisbindingu. T.d geta nemendafélög tekið sig saman og plantað trjám með skógræktarfélögum eða annað sem að einnig dregur koltvísýringinn út úr lofthjúpnum. Börn og uppeldi Loftslagsmál Umhverfismál Vegan Mest lesið Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Erlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Erlent Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Innlent Fleiri fréttir Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag Sjá meira
Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur, sem látið hefur til sín taka í umræðu um loftslagsmál undanfarin misseri, hefur tekið saman ráð til fólks sem vill breyta heiminum til hins betra. Segir hann ráðin ekki síst eiga erindi við ungu kynslóðina sem munu erfa jörðina og láti sig eðlilega loftslagsmálin varða. Ráðleggingar Einars koma ekki úr lausu lofti. Til umræðu hefur verið að minnka neyslu dýraafurða í skólamötuneytum landsins og óhætt að segja að skiptar skoðanir séu á þeim hugmyndum. Unglingar höfðu á orði í kvöldfréttum RÚV í gær að þeir væru alveg tilbúnir að draga úr kjöt- og fiskáti í loftslagsskyni. „Það er allt gott og blessað en hér koma með nokkur ráð til viðbótar sem eru jafnvel enn áhrifaríkari, ekki síst fyrir yngri kynslóðir landsins sem láta loftslagmálin sig eðlilega miklu varða.“ Hann segir margt hægt að gera í daglega lífinu og ekki eftir neinu að bíða. Þar gildi ábyrgð hvers og eins og meðvitund um það sem raunverulega skipti máli í glímunni við loftslagsvandann. Ráð Einars má sjá hér að neðan en þau hafa vakið mikla athygli á Facebook og eru í mikilli dreifingu.Einar hvetur unga fólkið til að ganga, hjóla eða taka strætó í skólann.Vísir/Kolbeinn Tumi1. Sleppa því að láta keyra sig í skólann. Ganga eða hjóla alla 180 daga skólaársins. Einnig í frístundir eða nota strætó eða tómstundabílinn. Með því sparast á að giska 15-25 milljónir ekinna km í Reykjavík árlega.Einar hvetur unga fólkið til að kaupa minna af fötum, skóm og halda lengur í raftæki sín.vísir/ebg2. Kaupa minna af nýjum fötum og skóm. Nýta lengur, skiptast á og kaupa notað. Halda lengur í snjallsímann sinn og önnur persónuleg tæki.Einar hvetur unga fólkið til að hætta að kaupa innflutta drykki á borð við Nocco og gos.Vísir3. Hætta að kaupa drykki sem að stofni til eru innflutt vatn. Það á við um Nocco, erlenda orkudrykki, safa, gosvatn og aðra sem skilja eftir sig stórt kolefnisspor í flutningum.Einar hvetur unga fólkið til að draga úr ferðalögum til útlanda með flugvélum.Vísir/vilhelm4. Neita sér um flugferðir til útlanda. Kannski óþarfa naumhyggja að sleppa alveg að fljúga eins og Greta Thunberg. Fljúga kannski einu sinni á ári og þá frekar styttri ferðir.Klárum af diskunum okkar og verum meðvituð um að kaupa ekki of mikinn mat sem endar svo í ruslinu.Vísir/Getty5. Nýta vel allan mat og venja sig við að klára alltaf af disknum sínum. Vera meðvitaður um matarsóun þegar keyptar eru pizzur, ís, snakk, gos eða annar matur.Tré binda kolefni úr andrúmsloftinu.Vísir/Getty6. Spara fyrir kolefnisbindingu. T.d geta nemendafélög tekið sig saman og plantað trjám með skógræktarfélögum eða annað sem að einnig dregur koltvísýringinn út úr lofthjúpnum.
Börn og uppeldi Loftslagsmál Umhverfismál Vegan Mest lesið Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Erlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Erlent Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Innlent Fleiri fréttir Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag Sjá meira