Enski boltinn

Ráku miðjumann félagsins eftir að hann var handtekinn fyrir líkamsárás

Anton Ingi Leifsson skrifar
Bláklæddur Dion.
Bláklæddur Dion. vísir/getty
Dion Donohue hefur verið leystur undan samningi hjá félaginu Mansfield Town eftir að hann var handtekinn grunaður um líkamsárás.

Donohue var handtekinn en var svo leystur úr fangelsi gegn tryggingu. Honum lenti saman við tvo menn og einn þeirra endaði á sjúkrahúsi.

Miðjumaðurinn gekk í raðir félagsins í sumar en samningi hans hefur verið rift eftir atvikið. Einnig var Jacob Mellis, samherji hans, leystur undan samningi og hann átti hlut í árásinni.Donohue ólst upp hjá Everton en náði aldrei að spila fyrir aðallið félagsins. Síðan þá hefur hann spilað meðal annars fyrir Portsmouth, Sutton Coldfield Town og Caernafon Town til að mynda.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.