Fótbolti

Bættu eyðslumetið um 800 milljónir punda

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Joao Félix, dýrasti leikmaður sumarsins.
Joao Félix, dýrasti leikmaður sumarsins. vísir/getty
Félögin í fimm sterkustu deildum Evrópu eyddu samtals fimm milljörðum punda í leikmenn í sumar. Þau bættu gamla metið, frá því í fyrra, um 800 milljónir punda.

Félögin í ensku úrvalsdeildinni eyddu mestu í leikmenn, eða rúmlega 1,4 milljarði punda.

Í fyrsta sinn eyddu liðin í spænsku úrvalsdeildinni meira en milljarði punda í leikmenn. Þau keyptu leikmenn fyrir samtals 1,24 milljarða punda og bættu eyðslumetið frá 2017 um helming.

Þrír dýrustu leikmenn sumarsins koma allir úr spænsku úrvalsdeildinni. Joao Félix var sá dýrasti en Atlético Madrid borgaði Benfica 113 milljónir punda fyrir portúgalska ungstirnið. Barcelona keypti Antoine Griezmann frá Atlético á 108 milljónir og Real Madrid borgaði Chelsea 90 milljónir punda fyrir Eden Hazard.

Félögin í ítölsku, þýsku og frönsku úrvalsdeildinni settu einnig nýtt eyðslumet í sumar.

Heildareyðsla félaganna í sumar:

Enska úrvalsdeildin - 1,41 milljarður punda

Spænska úrvalsdeildin - 1,24 milljarður punda

Ítalska úrvalsdeildin - 1,06 milljarður punda

Þýska úrvalsdeildin - 670 milljónir punda

Franska úrvalsdeildin - 605 milljónir punda




Fleiri fréttir

Sjá meira


×