Varar við Rússum og Kínverjum Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 5. september 2019 07:30 Pence fundaði með forseta Íslands og utanríkisráðherra í Höfða í gær. Fréttablaðið/ERNIR Varaforseti Bandaríkjanna, Mike Pence, þakkaði Íslendingum sérstaklega fyrir að hafa ekki þegið aðstoð Kínverja í hinu svokallaða belta- og brautarverkefni sem þeir standa fyrir, á blaðamannafundi eftir heimsókn sína í Höfða í gær. Ljóst er að erindi heimsóknar hans má ekki síst rekja til aukins áhuga Rússa og Kínverja á svæðinu eins og varaforsetinn minntist sjálfur á. Katrín Jakobsdóttir lét þess getið á blaðamannafundi með Pence í gærkvöldi að þátttöku Íslands í umræddu verkefni hefði ekki beinlínis verið hafnað heldur hefði ekki verið opnað á samskipti við Kínverja um það. Þá sagði Katrín Íslendinga hafa meiri áhyggjur af loftslagsbreytingum á norðurslóðum en Rússum. Gríðarlegur viðbúnaður sérsveitar lögreglunnar var í Reykjavík og nágrenni í gær á vegum viðbragðsaðila og fundu margir fyrir töfum á umferð á meðan á sjö klukkustunda langri heimsókn varaforsetans stóð. Komu Pence, og þá sérstaklega íhaldssömum viðhorfum hans, var víða mótmælt í borginni í gær. Í nágrenni fundarstaðarins Höfða reið Advania á vaðið og dró regnbogafána að húni við höfuðstöðvar sínar. Önnur fyrirtæki og stofnanir fylgdu fordæminu og þegar fundarhöld hófust hafði skjaldborg regnbogafána verið mynduð um Höfða. Tveir voru handteknir vegna fánabrennu í nágrenni Höfða en mótmæli fóru að öðru leyti friðsamlega fram.Fyrirtæki og stofnanir í nágrenninu slógu fjölbreytileikaskjaldborg um Höfða meðan á heimsókn Pence stóð þar í gær. Fréttablaðið/Anton BrinkÁ fundi sínum með varaforsetanum lýsti Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, vonum sínum til þess að varaforsetinn fengi að kynnast Íslendingum og þeim gildum sem hér eru í hávegum höfð, eins og frelsi og fjölbreytileika. Pence lýsti áhyggjum Bandaríkjamanna af áhrifum bæði Kínverja og Rússa á norðurheimskautinu. „Það er ekki spurning að Kína er að verða öflugra á norðurheimskautinu, bæði efnahagslega og í hernaðarlegu tilliti,“ sagði Pence og sagði það sama gilda um Rússa. „Núna er tíminn til að styrkja bandalag okkar og okkar samstarf í öryggismálum.“ Þá varaði Pence Íslendinga sérstaklega við kínverska tæknirisanum Huawei. Bandarísk stjórnvöld hafa meðal annars sjálf meinað bandarískum fyrirtækjum og stofnunum að eiga í viðskiptum við tæknirisann. Fyrirtækið kemur meðal annars að uppbyggingu á 5G neti hérlendis og hefur forstjóri fyrirtækisins áður hafnað ásökunum um njósnir í samtali við Fréttablaðið. „Ég hvatti Íslendinga einnig til að taka tillit til vandamálanna sem því fylgja þegar sérhver frjáls þjóð notar tæki frá Huawei. Huawei er kínverskt fyrirtæki sem samkvæmt kínverskum lögum neyðist til að afhenda öll gögn sem það sækir til kínverskra yfirvalda og kommúnistaflokksins,“ sagði Pence. Hann sagðist hafa hvatt utanríkisráðherra Ísland til að taka afstöðu með Bandaríkjunum og hafna umræddri tækni. Inntur eftir því hvort það hefðu verið mistök að loka herstöðinni í Keflavík árið 2006 svaraði Pence því ekki beint. Hann sagðist hins vegar myndu spjalla við starfsfólk á herstöðinni og greina Donald Trump Bandaríkjaforseta frá gangi mála. Þá sagðist hann ætla að ræða herstöðina frekar við forsætisráðherra. Sjálf hafði Katrín Jakobsdóttir ekki síður áhuga á að ræða hinsegin- og jafnréttismál á fundi þeirra. Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Heimsókn Mike Pence Huawei Utanríkismál Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Fleiri fréttir Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Kennarar beittir ofbeldi af nemanda á jólaskemmtun Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Sjá meira
Varaforseti Bandaríkjanna, Mike Pence, þakkaði Íslendingum sérstaklega fyrir að hafa ekki þegið aðstoð Kínverja í hinu svokallaða belta- og brautarverkefni sem þeir standa fyrir, á blaðamannafundi eftir heimsókn sína í Höfða í gær. Ljóst er að erindi heimsóknar hans má ekki síst rekja til aukins áhuga Rússa og Kínverja á svæðinu eins og varaforsetinn minntist sjálfur á. Katrín Jakobsdóttir lét þess getið á blaðamannafundi með Pence í gærkvöldi að þátttöku Íslands í umræddu verkefni hefði ekki beinlínis verið hafnað heldur hefði ekki verið opnað á samskipti við Kínverja um það. Þá sagði Katrín Íslendinga hafa meiri áhyggjur af loftslagsbreytingum á norðurslóðum en Rússum. Gríðarlegur viðbúnaður sérsveitar lögreglunnar var í Reykjavík og nágrenni í gær á vegum viðbragðsaðila og fundu margir fyrir töfum á umferð á meðan á sjö klukkustunda langri heimsókn varaforsetans stóð. Komu Pence, og þá sérstaklega íhaldssömum viðhorfum hans, var víða mótmælt í borginni í gær. Í nágrenni fundarstaðarins Höfða reið Advania á vaðið og dró regnbogafána að húni við höfuðstöðvar sínar. Önnur fyrirtæki og stofnanir fylgdu fordæminu og þegar fundarhöld hófust hafði skjaldborg regnbogafána verið mynduð um Höfða. Tveir voru handteknir vegna fánabrennu í nágrenni Höfða en mótmæli fóru að öðru leyti friðsamlega fram.Fyrirtæki og stofnanir í nágrenninu slógu fjölbreytileikaskjaldborg um Höfða meðan á heimsókn Pence stóð þar í gær. Fréttablaðið/Anton BrinkÁ fundi sínum með varaforsetanum lýsti Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, vonum sínum til þess að varaforsetinn fengi að kynnast Íslendingum og þeim gildum sem hér eru í hávegum höfð, eins og frelsi og fjölbreytileika. Pence lýsti áhyggjum Bandaríkjamanna af áhrifum bæði Kínverja og Rússa á norðurheimskautinu. „Það er ekki spurning að Kína er að verða öflugra á norðurheimskautinu, bæði efnahagslega og í hernaðarlegu tilliti,“ sagði Pence og sagði það sama gilda um Rússa. „Núna er tíminn til að styrkja bandalag okkar og okkar samstarf í öryggismálum.“ Þá varaði Pence Íslendinga sérstaklega við kínverska tæknirisanum Huawei. Bandarísk stjórnvöld hafa meðal annars sjálf meinað bandarískum fyrirtækjum og stofnunum að eiga í viðskiptum við tæknirisann. Fyrirtækið kemur meðal annars að uppbyggingu á 5G neti hérlendis og hefur forstjóri fyrirtækisins áður hafnað ásökunum um njósnir í samtali við Fréttablaðið. „Ég hvatti Íslendinga einnig til að taka tillit til vandamálanna sem því fylgja þegar sérhver frjáls þjóð notar tæki frá Huawei. Huawei er kínverskt fyrirtæki sem samkvæmt kínverskum lögum neyðist til að afhenda öll gögn sem það sækir til kínverskra yfirvalda og kommúnistaflokksins,“ sagði Pence. Hann sagðist hafa hvatt utanríkisráðherra Ísland til að taka afstöðu með Bandaríkjunum og hafna umræddri tækni. Inntur eftir því hvort það hefðu verið mistök að loka herstöðinni í Keflavík árið 2006 svaraði Pence því ekki beint. Hann sagðist hins vegar myndu spjalla við starfsfólk á herstöðinni og greina Donald Trump Bandaríkjaforseta frá gangi mála. Þá sagðist hann ætla að ræða herstöðina frekar við forsætisráðherra. Sjálf hafði Katrín Jakobsdóttir ekki síður áhuga á að ræða hinsegin- og jafnréttismál á fundi þeirra.
Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Heimsókn Mike Pence Huawei Utanríkismál Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Fleiri fréttir Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Kennarar beittir ofbeldi af nemanda á jólaskemmtun Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Sjá meira