Flest gjöld hækka um 2,5 prósent Samúel Karl Ólason skrifar 6. september 2019 11:05 Lagt er til að verðlagning á áfengi og tóbak verði einnig aukin til viðbótar við gjaldahækkanirnar. Fréttablaðið/Eyþór Samkvæmt fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar fyrir næsta ár stendur til að hækka öll helstu gjöld sem Íslendingar greiða um 2,5 prósent um áramótin. Um er að ræða ýmisgjöld eins og bifreiðagjald, olíugjald og útvarpsgjald, svo eitthvað sé nefnt. Útvarpsgjaldið hækkar um 2,5 prósent. Fyrir árið 2019 var útvarpsgjaldið 17.500 á hvern einstakling, samkvæmt Ríkisskattstjóra. Miðað við hækkun upp á 2,5 prósent verður gjaldið því 17.937,5 krónur á næsta ári.Einnig er lagt til að hækkun áfengisgjalds og tóbaksgjalds verði hækkað um 2,5 prósent. Þar að auki er þó lagt til að verðlagning á áfengi og tóbak verði einnig aukin til viðbótar við gjaldahækkanirnar. Gjald í framkvæmdasjóð aldraðra hækkar einnig um 2,5 prósent og sóknargjöld verða 930 krónur á einstakling á mánuði, sem samsvarar hækkun um 0,56 prósent.Nánar um fjárlagafrumvarpið í vaktinni hér að neðan.
Samkvæmt fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar fyrir næsta ár stendur til að hækka öll helstu gjöld sem Íslendingar greiða um 2,5 prósent um áramótin. Um er að ræða ýmisgjöld eins og bifreiðagjald, olíugjald og útvarpsgjald, svo eitthvað sé nefnt. Útvarpsgjaldið hækkar um 2,5 prósent. Fyrir árið 2019 var útvarpsgjaldið 17.500 á hvern einstakling, samkvæmt Ríkisskattstjóra. Miðað við hækkun upp á 2,5 prósent verður gjaldið því 17.937,5 krónur á næsta ári.Einnig er lagt til að hækkun áfengisgjalds og tóbaksgjalds verði hækkað um 2,5 prósent. Þar að auki er þó lagt til að verðlagning á áfengi og tóbak verði einnig aukin til viðbótar við gjaldahækkanirnar. Gjald í framkvæmdasjóð aldraðra hækkar einnig um 2,5 prósent og sóknargjöld verða 930 krónur á einstakling á mánuði, sem samsvarar hækkun um 0,56 prósent.Nánar um fjárlagafrumvarpið í vaktinni hér að neðan.
Alþingi Bensín og olía Fjárlagafrumvarp 2020 Fjölmiðlar Skattar og tollar Tengdar fréttir Gert ráð fyrir að heildarafkoma ríkissjóðs verði „í jafnvægi“ Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kynnti fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar fyrir 2020 í morgun. Gert er ráð fyrir eins milljarðs afgangi. 6. september 2019 08:45 8,5 milljarðar í byggingu nýs Landspítala Aukinn kraftur verður settur í uppbyggingu nýs Landspítala við Hringbraut árið 2020, að því er fram kemur í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar. 6. september 2019 10:40 Lækka tekjuskatt hraðar en áformað var Lækkunin mun koma að fullu fram árið 2021 í stað 2022. 6. september 2019 08:56 Heilbrigðiskerfið kostar 729.526 krónur á mann Í fjárlagafrumvarpi næsta árs sem Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, kynnti í morgun gætir þeirrar nýbreytni í kynningarefni frumvarpsins hafa útgjöld á mann eftir völdum málaflokkum verið reiknuð út. 6. september 2019 10:57 Framlög til þjóðkirkjunnar aukin um 860 milljónir Alls munu framlög til kirkjunnar nema 2.981 milljónum króna á næsta ári. 6. september 2019 09:34 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Sjá meira
Gert ráð fyrir að heildarafkoma ríkissjóðs verði „í jafnvægi“ Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kynnti fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar fyrir 2020 í morgun. Gert er ráð fyrir eins milljarðs afgangi. 6. september 2019 08:45
8,5 milljarðar í byggingu nýs Landspítala Aukinn kraftur verður settur í uppbyggingu nýs Landspítala við Hringbraut árið 2020, að því er fram kemur í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar. 6. september 2019 10:40
Lækka tekjuskatt hraðar en áformað var Lækkunin mun koma að fullu fram árið 2021 í stað 2022. 6. september 2019 08:56
Heilbrigðiskerfið kostar 729.526 krónur á mann Í fjárlagafrumvarpi næsta árs sem Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, kynnti í morgun gætir þeirrar nýbreytni í kynningarefni frumvarpsins hafa útgjöld á mann eftir völdum málaflokkum verið reiknuð út. 6. september 2019 10:57
Framlög til þjóðkirkjunnar aukin um 860 milljónir Alls munu framlög til kirkjunnar nema 2.981 milljónum króna á næsta ári. 6. september 2019 09:34