Innlent

Flest gjöld hækka um 2,5 prósent

Samúel Karl Ólason skrifar
Lagt er til að verðlagning á áfengi og tóbak verði einnig aukin til viðbótar við gjaldahækkanirnar.
Lagt er til að verðlagning á áfengi og tóbak verði einnig aukin til viðbótar við gjaldahækkanirnar. Fréttablaðið/Eyþór
Samkvæmt fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar fyrir næsta ár stendur til að hækka öll helstu gjöld sem Íslendingar greiða um 2,5 prósent um áramótin. Um er að ræða ýmisgjöld eins og bifreiðagjald, olíugjald og útvarpsgjald, svo eitthvað sé nefnt.

Útvarpsgjaldið hækkar um 2,5 prósent. Fyrir árið 2019 var útvarpsgjaldið 17.500 á hvern einstakling, samkvæmt Ríkisskattstjóra. Miðað við hækkun upp á 2,5 prósent verður gjaldið því 17.937,5 krónur á næsta ári.



Einnig er lagt til að hækkun áfengisgjalds og tóbaksgjalds verði hækkað um 2,5 prósent. Þar að auki er þó lagt til að verðlagning á áfengi og tóbak verði einnig aukin til viðbótar við gjaldahækkanirnar.

Gjald í framkvæmdasjóð aldraðra hækkar einnig um 2,5 prósent og sóknargjöld verða 930 krónur á einstakling á mánuði, sem samsvarar hækkun um 0,56 prósent.

Nánar um fjárlagafrumvarpið í vaktinni hér að neðan.


Tengdar fréttir

8,5 milljarðar í byggingu nýs Landspítala

Aukinn kraftur verður settur í uppbyggingu nýs Landspítala við Hringbraut árið 2020, að því er fram kemur í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar.

Heil­brigðis­kerfið kostar 729.526 krónur á mann

Í fjárlagafrumvarpi næsta árs sem Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, kynnti í morgun gætir þeirrar nýbreytni í kynningarefni frumvarpsins hafa útgjöld á mann eftir völdum málaflokkum verið reiknuð út.




Fleiri fréttir

Sjá meira
×