Innlent

8,5 milljarðar í byggingu nýs Landspítala

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Frá framkvæmdum við nýjan Landspítala.
Frá framkvæmdum við nýjan Landspítala. Vísir/vilhelm
Aukinn kraftur verður settur í uppbyggingu nýs Landspítala við Hringbraut árið 2020, að því er fram kemur í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar. Framlög til verkefnisins verða samtals 8,5 milljarðar króna á árinu og er fjárheimild þannig aukin um 3,76 milljarða.

Útgjöld vegna byggingar nýs Landspítala falla undir sjúkrahúsþjónustu í fjárlögum. Heildargjöld sjúkrahúsþjónustu árið 2020 eru áætluð 108.958 milljónir króna og aukast um 4.800 milljónir króna á föstu verðlagi fjárlaga 2019, eða sem svarar til 4,8%. Þegar einnig er tekið tillit til áhrifa af almennum launa- og verðlagsbreytingum hækka útgjöldin um 8.275 m.kr. milli ára eða sem svarar til 8,2%.

Útgjöld vegna sjúkrahúsþjónustu í fjárlögum 2020.
Í gögnum fjármálaráðuneytis segir að áformað sé að hefja uppsteypu meðferðarkjarna nýs Landspítala á árinu og halda áfram fullnaðarhönnun hans auk þess sem hafin verður hönnun á rannsóknarhúsi. Að auki verður farið í þarfagreiningu á nýju dag- og göngudeildarhúsi.


Tengdar fréttir

Landsfundur Sjálfstæðisflokks vill staðarval fyrir sjúkrahús

Í stjórnmálaályktun landsfundar segir að Sjálfstæðisflokkurinn vilji að lokið verði við þær framkvæmdir sem eru yfirstandandi á Landspítalareit en síðan farið í staðarvalsgreiningu fyrir framtíðaruppbyggingu sjúkrahúsþjónustu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×