Innlent

8,5 milljarðar í byggingu nýs Landspítala

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Frá framkvæmdum við nýjan Landspítala.
Frá framkvæmdum við nýjan Landspítala. Vísir/vilhelm

Aukinn kraftur verður settur í uppbyggingu nýs Landspítala við Hringbraut árið 2020, að því er fram kemur í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar. Framlög til verkefnisins verða samtals 8,5 milljarðar króna á árinu og er fjárheimild þannig aukin um 3,76 milljarða.

Útgjöld vegna byggingar nýs Landspítala falla undir sjúkrahúsþjónustu í fjárlögum. Heildargjöld sjúkrahúsþjónustu árið 2020 eru áætluð 108.958 milljónir króna og aukast um 4.800 milljónir króna á föstu verðlagi fjárlaga 2019, eða sem svarar til 4,8%. Þegar einnig er tekið tillit til áhrifa af almennum launa- og verðlagsbreytingum hækka útgjöldin um 8.275 m.kr. milli ára eða sem svarar til 8,2%.

Útgjöld vegna sjúkrahúsþjónustu í fjárlögum 2020.

Í gögnum fjármálaráðuneytis segir að áformað sé að hefja uppsteypu meðferðarkjarna nýs Landspítala á árinu og halda áfram fullnaðarhönnun hans auk þess sem hafin verður hönnun á rannsóknarhúsi. Að auki verður farið í þarfagreiningu á nýju dag- og göngudeildarhúsi.


Tengdar fréttir

Landsfundur Sjálfstæðisflokks vill staðarval fyrir sjúkrahús

Í stjórnmálaályktun landsfundar segir að Sjálfstæðisflokkurinn vilji að lokið verði við þær framkvæmdir sem eru yfirstandandi á Landspítalareit en síðan farið í staðarvalsgreiningu fyrir framtíðaruppbyggingu sjúkrahúsþjónustu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.