Frelsishetjan sem varð kúgari Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 6. september 2019 19:00 Arfleifð Mugabes er flókin. AP/Ben Curtis Ef lýsa á sögu sjálfstæðs Simbabve í tveimur orðum er nokkuð öruggt segja einfaldlega Robert Mugabe. Enda drottnaði hann yfir ríkinu í nærri fjóra áratugi. Fyrst sem forsætisráðherra frá því ríkið fékk sjálfstæði 1980 og til 1987 og í þrjátíu ár eftir það sem forseti allt þar til honum var loks steypt af stóli í nóvember 2017. Þótt orðspor leiðtogans hafi beðið töluverða hnekki í seinni tíð minntust bæði margir Simbabvemenn og leiðtogar annarra Afríkuríkja Mugabes í gær fyrir verk hans í sjálfstæðisbaráttunni gegn nýlenduherrunum. Emmerson Mnangagwa, arftaki Mugabes, sagði hann til að mynda hafa helgað líf sitt frelsun Afríku.En síga fór á ógæfuhliðina eftir því sem leið á valdatíð Mugabes. Þúsundir stuðningsmanna annarrar frelsishreyfingar en þeirrar sem Mugabe leiddi voru myrtar á níunda áratugnum, verðbólga varð á köflum svo mikil að verðlag tvöfaldaðist daglega, land var hrifsað af hvítum bændum með valdi um aldamótin og raddir stjórnarandstæðinga voru þaggaðar með grófu ofbeldi. Frelsari Simbabvemanna varð að kúgaranum. „Sterkustu minningarnar eru um vonda stjórnarhætti, mannréttindabrot í landinu og algjört hrun innviða,“ sagði Nelson Chamisa, leiðtogi stjórnarandstöðunnar, því um Mugabe. Simbabve Tengdar fréttir Robert Mugabe er látinn Robert Mugabe fyrrum forseti Zimbabve er látinn níutíu og fimm ára að aldri. 6. september 2019 07:15 Mest lesið Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Fleiri fréttir Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Sjá meira
Ef lýsa á sögu sjálfstæðs Simbabve í tveimur orðum er nokkuð öruggt segja einfaldlega Robert Mugabe. Enda drottnaði hann yfir ríkinu í nærri fjóra áratugi. Fyrst sem forsætisráðherra frá því ríkið fékk sjálfstæði 1980 og til 1987 og í þrjátíu ár eftir það sem forseti allt þar til honum var loks steypt af stóli í nóvember 2017. Þótt orðspor leiðtogans hafi beðið töluverða hnekki í seinni tíð minntust bæði margir Simbabvemenn og leiðtogar annarra Afríkuríkja Mugabes í gær fyrir verk hans í sjálfstæðisbaráttunni gegn nýlenduherrunum. Emmerson Mnangagwa, arftaki Mugabes, sagði hann til að mynda hafa helgað líf sitt frelsun Afríku.En síga fór á ógæfuhliðina eftir því sem leið á valdatíð Mugabes. Þúsundir stuðningsmanna annarrar frelsishreyfingar en þeirrar sem Mugabe leiddi voru myrtar á níunda áratugnum, verðbólga varð á köflum svo mikil að verðlag tvöfaldaðist daglega, land var hrifsað af hvítum bændum með valdi um aldamótin og raddir stjórnarandstæðinga voru þaggaðar með grófu ofbeldi. Frelsari Simbabvemanna varð að kúgaranum. „Sterkustu minningarnar eru um vonda stjórnarhætti, mannréttindabrot í landinu og algjört hrun innviða,“ sagði Nelson Chamisa, leiðtogi stjórnarandstöðunnar, því um Mugabe.
Simbabve Tengdar fréttir Robert Mugabe er látinn Robert Mugabe fyrrum forseti Zimbabve er látinn níutíu og fimm ára að aldri. 6. september 2019 07:15 Mest lesið Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Fleiri fréttir Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Sjá meira
Robert Mugabe er látinn Robert Mugabe fyrrum forseti Zimbabve er látinn níutíu og fimm ára að aldri. 6. september 2019 07:15