Erlent

Robert Mugabe er látinn

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Mugabe hafði verið á spítala í Singapore síðan í apríl en honum var komið frá völdum í Zimbabve af hernum árið 2017 eftir þrjátíu og sjö ára setu á valdastóli.
Mugabe hafði verið á spítala í Singapore síðan í apríl en honum var komið frá völdum í Zimbabve af hernum árið 2017 eftir þrjátíu og sjö ára setu á valdastóli. AP/Tsvangirayi Mukwazhi
Robert Mugabe fyrrum forseti Zimbabve er látinn níutíu og fimm ára að aldri. Mugabe hafði verið á spítala í Singapore síðan í apríl en honum var komið frá völdum í Zimbabve af hernum árið 2017 eftir þrjátíu og sjö ára setu á valdastóli.

Fyrst á valdatíð forsetans var Mugabe hampað fyrir að bæta heilbrigðis- og menntakerfi afríkuríkisins sem var sett á laggirnar árið 1980 eftir fimmtán ára blóðugt borgarastríð en áður hét ríkið Ródesía og var stjórnað af hvítum. Hann var fyrst kjörinn forsætisráðherra en lagði síðan það embætti niður og tók við embætti forseta.

Sjá einnig: Upprisa og fall Mugabe - Kennari, uppreisnarmaður, frelsishetja, harðstjóri

Fljótlega fór þó að síga á dökku hliðina og varð Mugabe að einskonar táknmynd fyrir hinn dæmigerða spillta einræðisherra Afríku.


Tengdar fréttir

Mugabe í fjárhagsörðugleikum

Robert Mugabe, fyrrverandi forseti Simbabve, hefur auglýst fimm þreskivélar auk annarra framleiðslutækja til sölu á uppboði.

Mugabe snýr baki við gömlum félögum

Forseta- og þingkosningar fara fram í Simbabve í dag. Þetta eru fyrstu kosningarnar sem haldnar eru eftir að Robert Mugabe var steypt af stóli í nóvember á síðasta ári eftir 37 ára valdatíð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×