Enski boltinn

Owen: „Það vantar drápseðlið í Rashford“

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Marcus Rashford hefur skorað 7 mörk í 32 leikjum fyrir England
Marcus Rashford hefur skorað 7 mörk í 32 leikjum fyrir England vísir/getty

Það vantar drápseinkennið í Marcus Rashford sem þarf til þess að verða framherji í heimsklassa. Þetta segir fyrrum framherjinn Michael Owen.

Owen gaf út sjálfsævisögu á dögunum og á viðburði í kringum útgáfuna var hann spurður út í Rashford, framherja Manchester United og enska landsliðsins.

„Ég veit að Rashford var aldrei framherji þegar hann var krakki. Hann vildi spila á kantinum eða í tíunni en þjálfararnir hans hjá akademíu Manchester United hvöttu hann alltaf til þess að elta boltann, fara inn í teiginn og vera markaskorari,“ sagði Owen.

„Ég held þú getir unnið í því hvernig þú klárar færin, en ég held þú getir ekki unnið í eðli þínu.“

„Hann mun að mínu mati alltaf skora eitthvað af mörkum og hann er mjög hæfileikaríkur leikmaður, en hann er ekki með sama drápseðlið og Sergio Aguero.“

Rashford er búinn að skora tvö mörk fyrir Manchester United í fjórum leikjum í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu. Hann er í enska landsliðshópnum sem mætir Búlgaríu í undankeppni EM 2020 í dag.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.