Enski boltinn

Flores tekur við Watford í annað sinn

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Quique Sanchez Flores er mættur aftur til Watford
Quique Sanchez Flores er mættur aftur til Watford vísir/getty

Watford var ekki lengi án knattspyrnustjóra því félagið tilkynnti um ráðningu Quique Sanchez Flores aðeins um hálftíma eftir að liðið tilkynnti um brotthvarf Javi Gracia.

Gracia skilur Watford eftir sig á botni ensku úrvalsdeildarinnar án sigurs og hafði aðeins unnið einn af síðustu tíu leikjum sínum með liðið.

Watford leitar á kunnulegar slóðir til þess að laga gengi félagsins því Flores var stjóri Watford tímabilið 2015-16.

Stuðningsmenn Watford ættu að vera nokkuð kunnugir því að skipta um knattspyrnustjóra því síðan Gianfranco Zola fór frá félaginu í desember 2013 hafa níu knattspyrnustjórar stýrt liði Watford.
Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.