Enski boltinn

Segja van Dijk búinn að samþykkja nýjan samning

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Virgil van Dijk
Virgil van Dijk vísir/getty

Enska blaðið Mirror greindi frá því í gærkvöldi að Virgil van Dijk sé búinn að samþykkja nýjan risasamning við Liverpool.

Van Dijk átti frábært tímabil með Evrópumeisturunum á síðasta ári og fær hann frammistöðu sína launaða með nýjum samningi.

Samningurinn er til ársins 2025 og hljóðar hann upp á 200 þúsund pund í vikulaun handa Hollendingnum, en hann er sagður hafa verið með 125 þúsund pund á viku samkvæmt núverandi samningi.

Viðræður Liverpool og forráðamanna van Dijk hafa staðið yfir í nokkurn tíma en það voru kaup Manchester United á Harry Maguire sem hjálpuðu til við að klára samningaviðræðurnar, því þá gátu forráðamenn van Dijk miðað kröfur sínar við tölur Maguire.

Van Dijk kom til Liverpool frá Southampton í janúar á síðasta ári og er núverandi samningur hans til 2023.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.