Björn Leví ræddi fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar Eiður Þór Árnason skrifar 8. september 2019 13:30 Þingmennirnir Björn Leví Gunnarsson, Oddný G. Harðardóttir og Willum Þór Þórsson ræddu um fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í dag. Vísir/Vilhelm Útlit er fyrir að skattar lækki ekki fyrr en árið 2021 ef marka má nýbirt fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar, að mati Björns Leví Gunnarssonar, þingmanns Pírata. Hann segir jafnframt að reikna megi með skattahækkun á næsta ári. Þingmennirnir Björn Leví Gunnarsson, Oddný G. Harðardóttir og Willum Þór Þórsson ræddu um fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í dag. „Það er talað um skattalækkanir sem er bara ekki satt fyrir árið 2020. Það eru skattahækkanir 2020. Það er ekki fyrr en að áætlaðar skattabreytingar 2021 gerast, sem er á kosningaári að sjálfsögðu, að það verður eitthvað sem gæti kallast skattalækkun ef það gengur eftir,“ sagði Björn Leví um skattabreytingar ríkisstjórnarinnar.Athugasemd ritstjórnar: Björn Leví Gunnarsson hefur síðar leiðrétt greiningu sína og segir það hafa verið rangt að skattalækkun taki ekki gildi fyrr en árið 2021. Sjá má leiðréttingu hans sem hann birti á Facebook síðu sinni hér fyrir neðan.Hækkun á gjöldum og lækkun persónuafsláttar vegi á móti lækkun tekjuskatts Aðspurður segir Björn hann meðal annars eiga við um hið nýja lágtekjuþrep. „Af því að það fer ekki alveg niður í 31,44% strax, heldur fer niður í 35,04% á næsta ári. Á sama tíma er persónuafslátturinn lækkaður um fimm þúsund krónur eða svo, og það er verið að verðlagsuppfæra allt um 2,5% eða eitthvað þvíumlíkt, öll gjöld og svoleiðis sem að náttúrulega kemur niður á fólki. Það er beinlínis skattahækkun 2020.“ „Það er verið að básúna út um skattalækkunaraðgerðir og svoleiðis. Það byrjar á skattahækkun og ef að þau standa við það og allt virkar og svo framvegis, þá er skattalækkun á kosningaári.“ Björn sagði jafnframt að hann telji það ósanngjarnt að stjórnvöld endi kjörtímabilið á því að standa við svona kosningaloforð og „í rauninni láti það detta inn á næsta kjörtímabil að standa undir þeim skattalækkunum.“Willum ósammála þessari niðurstöðu Willum Þór Þórsson, þingmaður Framsóknar, sagðist ósammála þessari greiningu.En það er semsagt rétt hjá Birni að það eru í grunninn engar skattalækkanir fyrr en árið 2021, er þetta rétt lesið hjá honum?„Nei, ég vil ekki meina svo. Þetta á að hefjast núna 2020 og er í fjárlagafrumvarpi, en það þarf auðvitað að stilla þrepamörkin og það verður bætt inn nýju þrepi. Tíðindin í þessu eru auðvitað þau að við erum að gera þetta á tveimur árum en ekki þremur. Oddný G. Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, tók undir með Birni. „Þetta verður ekki skattalækkun, eða óbreyttir skattar fyrir alla, fyrr en árið 2021.“ Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kynnti síðasta föstudag frumvarp ríkisstjórnarinnar til fjárlaga fyrir árið 2020. Hér má finna frekari umfjöllun Vísis um fjárlagafrumvarpið.Fréttin var síðast uppfærð klukkan 23:00.Hér fyrir neðan má hlusta á fjárlagaumræðu þingmannanna í heild sinni. Efnahagsmál Fjárlagafrumvarp 2020 Framsóknarflokkurinn Píratar Samfylkingin Sprengisandur Tengdar fréttir Vaktin: Allt það helsta sem þú þarft að vita um fjárlagafrumvarpið 2020 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kynnti í dag rumvarp til fjárlaga fyrir árið 2020. Blaðamannafundur hófst í fjármála-og efnahagsráðuneytinu klukkan 8:30 og var Vísir með beina útsendingu þaðan. 6. september 2019 07:45 Segir undarlegt að ríkisstjórn standi vörð um þá sem högnuðust mest á uppsveiflu Skattar á lægstu laun verða lækkaðir um hátt í sex prósent á næstu tveimur árum í nýju skattþrepi 6. september 2019 21:18 Persónuafsláttur lækkar um rúmar 5.000 krónur á næstu tveimur árum Lækkunin kemur til framkvæmda í lok innleiðingar nýs skattkerfis árið 2021. 6. september 2019 11:52 Enginn afgangur áætlaður á næsta ári Ríkissjóður verður ekki rekinn með afgangi árið 2020 samkvæmt fjárlagafrumvarpi sem fjármálaráðherra kynnti í gær. Samdráttur er í efnahagslífinu og tekur frumvarpið mið af því. 7. september 2019 07:00 Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Sjá meira
Útlit er fyrir að skattar lækki ekki fyrr en árið 2021 ef marka má nýbirt fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar, að mati Björns Leví Gunnarssonar, þingmanns Pírata. Hann segir jafnframt að reikna megi með skattahækkun á næsta ári. Þingmennirnir Björn Leví Gunnarsson, Oddný G. Harðardóttir og Willum Þór Þórsson ræddu um fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í dag. „Það er talað um skattalækkanir sem er bara ekki satt fyrir árið 2020. Það eru skattahækkanir 2020. Það er ekki fyrr en að áætlaðar skattabreytingar 2021 gerast, sem er á kosningaári að sjálfsögðu, að það verður eitthvað sem gæti kallast skattalækkun ef það gengur eftir,“ sagði Björn Leví um skattabreytingar ríkisstjórnarinnar.Athugasemd ritstjórnar: Björn Leví Gunnarsson hefur síðar leiðrétt greiningu sína og segir það hafa verið rangt að skattalækkun taki ekki gildi fyrr en árið 2021. Sjá má leiðréttingu hans sem hann birti á Facebook síðu sinni hér fyrir neðan.Hækkun á gjöldum og lækkun persónuafsláttar vegi á móti lækkun tekjuskatts Aðspurður segir Björn hann meðal annars eiga við um hið nýja lágtekjuþrep. „Af því að það fer ekki alveg niður í 31,44% strax, heldur fer niður í 35,04% á næsta ári. Á sama tíma er persónuafslátturinn lækkaður um fimm þúsund krónur eða svo, og það er verið að verðlagsuppfæra allt um 2,5% eða eitthvað þvíumlíkt, öll gjöld og svoleiðis sem að náttúrulega kemur niður á fólki. Það er beinlínis skattahækkun 2020.“ „Það er verið að básúna út um skattalækkunaraðgerðir og svoleiðis. Það byrjar á skattahækkun og ef að þau standa við það og allt virkar og svo framvegis, þá er skattalækkun á kosningaári.“ Björn sagði jafnframt að hann telji það ósanngjarnt að stjórnvöld endi kjörtímabilið á því að standa við svona kosningaloforð og „í rauninni láti það detta inn á næsta kjörtímabil að standa undir þeim skattalækkunum.“Willum ósammála þessari niðurstöðu Willum Þór Þórsson, þingmaður Framsóknar, sagðist ósammála þessari greiningu.En það er semsagt rétt hjá Birni að það eru í grunninn engar skattalækkanir fyrr en árið 2021, er þetta rétt lesið hjá honum?„Nei, ég vil ekki meina svo. Þetta á að hefjast núna 2020 og er í fjárlagafrumvarpi, en það þarf auðvitað að stilla þrepamörkin og það verður bætt inn nýju þrepi. Tíðindin í þessu eru auðvitað þau að við erum að gera þetta á tveimur árum en ekki þremur. Oddný G. Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, tók undir með Birni. „Þetta verður ekki skattalækkun, eða óbreyttir skattar fyrir alla, fyrr en árið 2021.“ Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kynnti síðasta föstudag frumvarp ríkisstjórnarinnar til fjárlaga fyrir árið 2020. Hér má finna frekari umfjöllun Vísis um fjárlagafrumvarpið.Fréttin var síðast uppfærð klukkan 23:00.Hér fyrir neðan má hlusta á fjárlagaumræðu þingmannanna í heild sinni.
Efnahagsmál Fjárlagafrumvarp 2020 Framsóknarflokkurinn Píratar Samfylkingin Sprengisandur Tengdar fréttir Vaktin: Allt það helsta sem þú þarft að vita um fjárlagafrumvarpið 2020 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kynnti í dag rumvarp til fjárlaga fyrir árið 2020. Blaðamannafundur hófst í fjármála-og efnahagsráðuneytinu klukkan 8:30 og var Vísir með beina útsendingu þaðan. 6. september 2019 07:45 Segir undarlegt að ríkisstjórn standi vörð um þá sem högnuðust mest á uppsveiflu Skattar á lægstu laun verða lækkaðir um hátt í sex prósent á næstu tveimur árum í nýju skattþrepi 6. september 2019 21:18 Persónuafsláttur lækkar um rúmar 5.000 krónur á næstu tveimur árum Lækkunin kemur til framkvæmda í lok innleiðingar nýs skattkerfis árið 2021. 6. september 2019 11:52 Enginn afgangur áætlaður á næsta ári Ríkissjóður verður ekki rekinn með afgangi árið 2020 samkvæmt fjárlagafrumvarpi sem fjármálaráðherra kynnti í gær. Samdráttur er í efnahagslífinu og tekur frumvarpið mið af því. 7. september 2019 07:00 Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Sjá meira
Vaktin: Allt það helsta sem þú þarft að vita um fjárlagafrumvarpið 2020 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kynnti í dag rumvarp til fjárlaga fyrir árið 2020. Blaðamannafundur hófst í fjármála-og efnahagsráðuneytinu klukkan 8:30 og var Vísir með beina útsendingu þaðan. 6. september 2019 07:45
Segir undarlegt að ríkisstjórn standi vörð um þá sem högnuðust mest á uppsveiflu Skattar á lægstu laun verða lækkaðir um hátt í sex prósent á næstu tveimur árum í nýju skattþrepi 6. september 2019 21:18
Persónuafsláttur lækkar um rúmar 5.000 krónur á næstu tveimur árum Lækkunin kemur til framkvæmda í lok innleiðingar nýs skattkerfis árið 2021. 6. september 2019 11:52
Enginn afgangur áætlaður á næsta ári Ríkissjóður verður ekki rekinn með afgangi árið 2020 samkvæmt fjárlagafrumvarpi sem fjármálaráðherra kynnti í gær. Samdráttur er í efnahagslífinu og tekur frumvarpið mið af því. 7. september 2019 07:00