Erlendir kortaþjófar sem komust úr landi voru handteknir við endurkomu sína til Íslands Eiður Þór Árnason skrifar 8. september 2019 16:50 Lögregla handtók á föstudag þrjá menn frá Rúmeníu sem er gert það að sök að hafa stundað kortaþjófnað hér á landi í fyrra. Vísir/Vilhelm - Getty/Kenishirotie Lögregla handtók á föstudag þrjá menn frá Rúmeníu sem er gert það að sök að hafa stundað kortaþjófnað hér á landi í fyrra. Mennirnir stálu íslenskum kortum með kerfisbundnum hætti og tóku út háar fjárhæðir úr hraðbönkum hérlendis með kortunum. Talið er mögulegt að mennirnir hafi snúið aftur hingað til lands í sömu erindagjörðum. Starfsmaður verslunar á höfuðborgarsvæðinu taldi sig kannast við mennina sem sáust í kringum verslunina síðasta fimmtudag og hafði í kjölfarið samband við lögreglu. Eftir eftirgrennslan lögreglu og yfirheyrslur kom í ljós að um sömu menn var ræða og komu hingað í september í fyrra.Lýst var eftir mönnunum í fyrra Mennirnir voru í fyrra grunaðir um að hafa stundað kortaþjófnað og var sömuleiðis grunur um að þeir hafi komið hingað til lands sérstaklega í þeim tilgangi. Sex mál tengd mönnunum komu inn á borð lögreglu og lét hún lýsa eftir þeim í fyrra án árangurs. Þau mál teljast nú upplýst að sögn lögreglu. „Þeir náðu að stela þarna greiðslukortum af fólki og náðu að taka út úr, ýmist hraðbönkum eða verslunum, fjármuni að andvirði u.þ.b. milljón króna,“ sagði Skúli Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við Vísi. Samkvæmt upplýsingum frá Skúla, komu mennirnir til landsins núna á fimmtudagsmorgun og sáust við umrædda verslun um fimmleytið sama dag. Engin ný mál hafa komið inn á borð lögreglu vegna þeirra.Beina sjónum sínum gjarnan að eldra fólkiSkúli Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónnVísir/VilhelmAð sögn Skúla eru þessi brot gjarnan framkvæmd á þann hátt að brotamenn horfa yfir öxlina á fólki þegar það slær inn pinn númerið sitt og stela síðar veski viðkomandi með því að gefa sig á tal við sama einstakling á bílaplaninu. Næst er farið í hraðbanka eða verslun og reynt að taka út sem mest af fjármunum áður en kortinu er lokað. Beina brotamenn þá gjarnan sjónum sínum að eldra fólki. Skúli segir að ekki sé hægt að fullyrða að mennirnir hafi verið komnir hingað aftur í sömu erindagjörðum og í fyrra. Það veki þó mögulega upp spurningar að þeir hafi verið mættir við þessa tilteknu verslun aftur, svo stuttu eftir að þeir komu til landsins. Einnig hafi ferð þeirra núna verið með svipuðu sniði og í fyrra, þegar þeir komu til landsins rétt fyrir helgi og fóru svo aftur um helgina.Látnir lausir með tilkynningarskyldu Mennirnir voru handteknir á föstudag en voru látnir lausir í gær með ásetta tilkynningarskyldu. Er þeim gert að mæta á lögreglustöð og tilkynna sig þrisvar í viku. Skúli segir að nú sé beðið eftir því að ákæra sé gefin út í málinu. „Það er stefnt að því að reyna að gefa út ákæru sem fyrst, og svo vonandi sem fyrst að það gangi dómur í málinu, svo að þeim verði bara brottvísað með endurkomubanni til Íslands að því loknu, þegar menn hafa lokið sinni afplánun, hver sem að hún verður. Maður veit svosem ekki hver dómur verður, það á algjörlega bara eftir að koma í ljós. Allt tekur þetta náttúrulega tíma.“ Lögregla hvetur fólk til þess að passa upp á pinn númerin sín og huga að úttektarheimildum korta. Dæmi er um að mennirnir hafi náð að taka út hundrað þúsund krónur í einni hraðbankaúttekt í fyrra og náðu þeir að stela 500 þúsund krónum af einum og sama einstaklingnum. Lögreglumál Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Innlent Fleiri fréttir Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Sjá meira
Lögregla handtók á föstudag þrjá menn frá Rúmeníu sem er gert það að sök að hafa stundað kortaþjófnað hér á landi í fyrra. Mennirnir stálu íslenskum kortum með kerfisbundnum hætti og tóku út háar fjárhæðir úr hraðbönkum hérlendis með kortunum. Talið er mögulegt að mennirnir hafi snúið aftur hingað til lands í sömu erindagjörðum. Starfsmaður verslunar á höfuðborgarsvæðinu taldi sig kannast við mennina sem sáust í kringum verslunina síðasta fimmtudag og hafði í kjölfarið samband við lögreglu. Eftir eftirgrennslan lögreglu og yfirheyrslur kom í ljós að um sömu menn var ræða og komu hingað í september í fyrra.Lýst var eftir mönnunum í fyrra Mennirnir voru í fyrra grunaðir um að hafa stundað kortaþjófnað og var sömuleiðis grunur um að þeir hafi komið hingað til lands sérstaklega í þeim tilgangi. Sex mál tengd mönnunum komu inn á borð lögreglu og lét hún lýsa eftir þeim í fyrra án árangurs. Þau mál teljast nú upplýst að sögn lögreglu. „Þeir náðu að stela þarna greiðslukortum af fólki og náðu að taka út úr, ýmist hraðbönkum eða verslunum, fjármuni að andvirði u.þ.b. milljón króna,“ sagði Skúli Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við Vísi. Samkvæmt upplýsingum frá Skúla, komu mennirnir til landsins núna á fimmtudagsmorgun og sáust við umrædda verslun um fimmleytið sama dag. Engin ný mál hafa komið inn á borð lögreglu vegna þeirra.Beina sjónum sínum gjarnan að eldra fólkiSkúli Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónnVísir/VilhelmAð sögn Skúla eru þessi brot gjarnan framkvæmd á þann hátt að brotamenn horfa yfir öxlina á fólki þegar það slær inn pinn númerið sitt og stela síðar veski viðkomandi með því að gefa sig á tal við sama einstakling á bílaplaninu. Næst er farið í hraðbanka eða verslun og reynt að taka út sem mest af fjármunum áður en kortinu er lokað. Beina brotamenn þá gjarnan sjónum sínum að eldra fólki. Skúli segir að ekki sé hægt að fullyrða að mennirnir hafi verið komnir hingað aftur í sömu erindagjörðum og í fyrra. Það veki þó mögulega upp spurningar að þeir hafi verið mættir við þessa tilteknu verslun aftur, svo stuttu eftir að þeir komu til landsins. Einnig hafi ferð þeirra núna verið með svipuðu sniði og í fyrra, þegar þeir komu til landsins rétt fyrir helgi og fóru svo aftur um helgina.Látnir lausir með tilkynningarskyldu Mennirnir voru handteknir á föstudag en voru látnir lausir í gær með ásetta tilkynningarskyldu. Er þeim gert að mæta á lögreglustöð og tilkynna sig þrisvar í viku. Skúli segir að nú sé beðið eftir því að ákæra sé gefin út í málinu. „Það er stefnt að því að reyna að gefa út ákæru sem fyrst, og svo vonandi sem fyrst að það gangi dómur í málinu, svo að þeim verði bara brottvísað með endurkomubanni til Íslands að því loknu, þegar menn hafa lokið sinni afplánun, hver sem að hún verður. Maður veit svosem ekki hver dómur verður, það á algjörlega bara eftir að koma í ljós. Allt tekur þetta náttúrulega tíma.“ Lögregla hvetur fólk til þess að passa upp á pinn númerin sín og huga að úttektarheimildum korta. Dæmi er um að mennirnir hafi náð að taka út hundrað þúsund krónur í einni hraðbankaúttekt í fyrra og náðu þeir að stela 500 þúsund krónum af einum og sama einstaklingnum.
Lögreglumál Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Innlent Fleiri fréttir Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Sjá meira