Erlendir kortaþjófar sem komust úr landi voru handteknir við endurkomu sína til Íslands Eiður Þór Árnason skrifar 8. september 2019 16:50 Lögregla handtók á föstudag þrjá menn frá Rúmeníu sem er gert það að sök að hafa stundað kortaþjófnað hér á landi í fyrra. Vísir/Vilhelm - Getty/Kenishirotie Lögregla handtók á föstudag þrjá menn frá Rúmeníu sem er gert það að sök að hafa stundað kortaþjófnað hér á landi í fyrra. Mennirnir stálu íslenskum kortum með kerfisbundnum hætti og tóku út háar fjárhæðir úr hraðbönkum hérlendis með kortunum. Talið er mögulegt að mennirnir hafi snúið aftur hingað til lands í sömu erindagjörðum. Starfsmaður verslunar á höfuðborgarsvæðinu taldi sig kannast við mennina sem sáust í kringum verslunina síðasta fimmtudag og hafði í kjölfarið samband við lögreglu. Eftir eftirgrennslan lögreglu og yfirheyrslur kom í ljós að um sömu menn var ræða og komu hingað í september í fyrra.Lýst var eftir mönnunum í fyrra Mennirnir voru í fyrra grunaðir um að hafa stundað kortaþjófnað og var sömuleiðis grunur um að þeir hafi komið hingað til lands sérstaklega í þeim tilgangi. Sex mál tengd mönnunum komu inn á borð lögreglu og lét hún lýsa eftir þeim í fyrra án árangurs. Þau mál teljast nú upplýst að sögn lögreglu. „Þeir náðu að stela þarna greiðslukortum af fólki og náðu að taka út úr, ýmist hraðbönkum eða verslunum, fjármuni að andvirði u.þ.b. milljón króna,“ sagði Skúli Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við Vísi. Samkvæmt upplýsingum frá Skúla, komu mennirnir til landsins núna á fimmtudagsmorgun og sáust við umrædda verslun um fimmleytið sama dag. Engin ný mál hafa komið inn á borð lögreglu vegna þeirra.Beina sjónum sínum gjarnan að eldra fólkiSkúli Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónnVísir/VilhelmAð sögn Skúla eru þessi brot gjarnan framkvæmd á þann hátt að brotamenn horfa yfir öxlina á fólki þegar það slær inn pinn númerið sitt og stela síðar veski viðkomandi með því að gefa sig á tal við sama einstakling á bílaplaninu. Næst er farið í hraðbanka eða verslun og reynt að taka út sem mest af fjármunum áður en kortinu er lokað. Beina brotamenn þá gjarnan sjónum sínum að eldra fólki. Skúli segir að ekki sé hægt að fullyrða að mennirnir hafi verið komnir hingað aftur í sömu erindagjörðum og í fyrra. Það veki þó mögulega upp spurningar að þeir hafi verið mættir við þessa tilteknu verslun aftur, svo stuttu eftir að þeir komu til landsins. Einnig hafi ferð þeirra núna verið með svipuðu sniði og í fyrra, þegar þeir komu til landsins rétt fyrir helgi og fóru svo aftur um helgina.Látnir lausir með tilkynningarskyldu Mennirnir voru handteknir á föstudag en voru látnir lausir í gær með ásetta tilkynningarskyldu. Er þeim gert að mæta á lögreglustöð og tilkynna sig þrisvar í viku. Skúli segir að nú sé beðið eftir því að ákæra sé gefin út í málinu. „Það er stefnt að því að reyna að gefa út ákæru sem fyrst, og svo vonandi sem fyrst að það gangi dómur í málinu, svo að þeim verði bara brottvísað með endurkomubanni til Íslands að því loknu, þegar menn hafa lokið sinni afplánun, hver sem að hún verður. Maður veit svosem ekki hver dómur verður, það á algjörlega bara eftir að koma í ljós. Allt tekur þetta náttúrulega tíma.“ Lögregla hvetur fólk til þess að passa upp á pinn númerin sín og huga að úttektarheimildum korta. Dæmi er um að mennirnir hafi náð að taka út hundrað þúsund krónur í einni hraðbankaúttekt í fyrra og náðu þeir að stela 500 þúsund krónum af einum og sama einstaklingnum. Lögreglumál Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Fleiri fréttir Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður af virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Sjá meira
Lögregla handtók á föstudag þrjá menn frá Rúmeníu sem er gert það að sök að hafa stundað kortaþjófnað hér á landi í fyrra. Mennirnir stálu íslenskum kortum með kerfisbundnum hætti og tóku út háar fjárhæðir úr hraðbönkum hérlendis með kortunum. Talið er mögulegt að mennirnir hafi snúið aftur hingað til lands í sömu erindagjörðum. Starfsmaður verslunar á höfuðborgarsvæðinu taldi sig kannast við mennina sem sáust í kringum verslunina síðasta fimmtudag og hafði í kjölfarið samband við lögreglu. Eftir eftirgrennslan lögreglu og yfirheyrslur kom í ljós að um sömu menn var ræða og komu hingað í september í fyrra.Lýst var eftir mönnunum í fyrra Mennirnir voru í fyrra grunaðir um að hafa stundað kortaþjófnað og var sömuleiðis grunur um að þeir hafi komið hingað til lands sérstaklega í þeim tilgangi. Sex mál tengd mönnunum komu inn á borð lögreglu og lét hún lýsa eftir þeim í fyrra án árangurs. Þau mál teljast nú upplýst að sögn lögreglu. „Þeir náðu að stela þarna greiðslukortum af fólki og náðu að taka út úr, ýmist hraðbönkum eða verslunum, fjármuni að andvirði u.þ.b. milljón króna,“ sagði Skúli Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við Vísi. Samkvæmt upplýsingum frá Skúla, komu mennirnir til landsins núna á fimmtudagsmorgun og sáust við umrædda verslun um fimmleytið sama dag. Engin ný mál hafa komið inn á borð lögreglu vegna þeirra.Beina sjónum sínum gjarnan að eldra fólkiSkúli Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónnVísir/VilhelmAð sögn Skúla eru þessi brot gjarnan framkvæmd á þann hátt að brotamenn horfa yfir öxlina á fólki þegar það slær inn pinn númerið sitt og stela síðar veski viðkomandi með því að gefa sig á tal við sama einstakling á bílaplaninu. Næst er farið í hraðbanka eða verslun og reynt að taka út sem mest af fjármunum áður en kortinu er lokað. Beina brotamenn þá gjarnan sjónum sínum að eldra fólki. Skúli segir að ekki sé hægt að fullyrða að mennirnir hafi verið komnir hingað aftur í sömu erindagjörðum og í fyrra. Það veki þó mögulega upp spurningar að þeir hafi verið mættir við þessa tilteknu verslun aftur, svo stuttu eftir að þeir komu til landsins. Einnig hafi ferð þeirra núna verið með svipuðu sniði og í fyrra, þegar þeir komu til landsins rétt fyrir helgi og fóru svo aftur um helgina.Látnir lausir með tilkynningarskyldu Mennirnir voru handteknir á föstudag en voru látnir lausir í gær með ásetta tilkynningarskyldu. Er þeim gert að mæta á lögreglustöð og tilkynna sig þrisvar í viku. Skúli segir að nú sé beðið eftir því að ákæra sé gefin út í málinu. „Það er stefnt að því að reyna að gefa út ákæru sem fyrst, og svo vonandi sem fyrst að það gangi dómur í málinu, svo að þeim verði bara brottvísað með endurkomubanni til Íslands að því loknu, þegar menn hafa lokið sinni afplánun, hver sem að hún verður. Maður veit svosem ekki hver dómur verður, það á algjörlega bara eftir að koma í ljós. Allt tekur þetta náttúrulega tíma.“ Lögregla hvetur fólk til þess að passa upp á pinn númerin sín og huga að úttektarheimildum korta. Dæmi er um að mennirnir hafi náð að taka út hundrað þúsund krónur í einni hraðbankaúttekt í fyrra og náðu þeir að stela 500 þúsund krónum af einum og sama einstaklingnum.
Lögreglumál Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Fleiri fréttir Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður af virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Sjá meira