Enski boltinn

Fundað um framtíð Drinkwater eftir árás fyrir utan næturklúbb

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Danny Drinkwater var tekinn fyrir ölvunarakstur fyrr á árinu. Nú hefur hann aftur komist í vandræði vegna athafna utan vallar.
Danny Drinkwater var tekinn fyrir ölvunarakstur fyrr á árinu. Nú hefur hann aftur komist í vandræði vegna athafna utan vallar. vísir/getty
Sean Dyche, knattspyrnustjóri Burnley, mun funda með enska miðjumanninum Danny Drinkwater á morgun þar sem framtíð leikmannsins verður rædd.

Enskir fjölmiðlar sögðu frá því í dag að Drinkwater hafi farið út á lífið í Manchester um síðustu helgi. Kvöld Drinkwater endaði ekki betur en svo að honum var hent út af næturklúbbi í Manchester áður en nokkrir menn réðust á hann og meiddu hann meðal annars illa á ökkla.

Drinkwater hefur ekki farið með málið til lögreglu, en hann mun ekki geta spilað fótbolta í einhverjar vikur vegna ökklameiðslanna.

Miðjumaðuurinn er á láni hjá Burnley frá Chelsea. Lundúnafélagið hefur haldið reglulegu sambandi við leikmanninn en ætla að leyfa Burnley að sjá um þetta mál.

Samkvæmt Sky Sports ætlar Dyche ekki að rifta lánssamningnum þó hann sé ósáttur við hegðun leikmannsins.

Drinkwater hefur átt erfitt uppdráttar síðan hann varð Englandsmeistari með Leicester 2016 og átti lánstíminn hjá Burnley að koma ferli hans í gang á nýjan leik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×