Enski boltinn

Kom mjög á óvart eftir að hafa náð besta tímabili í sögu félagsins

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Javi Gracia náði besta árangri Watford í ensku úrvalsdeildinni
Javi Gracia náði besta árangri Watford í ensku úrvalsdeildinni vísir/getty

Javi Gracia varð í gær fyrsti knattspyrnustjórinn til þess að missa starf sitt í ensku úrvalsdeildinni þegar hann var látinn fara frá Watford. Gracia sagði brottreksturinn hafa komið honum á óvart og gerst hratt.

Watford er án sigurs í botnsæti ensku úrvalsdeildarinnar eftir fjórar umferðir og hafði Gracia ekki náð nema einum sigri í síðustu tíu leikjum sínum við liðið, sá sigur kom gegn C-deildarliði Coventry í deildarbikarnum.

„Eftir óvænta tilkynningu þess efnis að samningi mínum var rift eftir aðeins fjóra leiki vil ég segja hversu mikið þetta kom mér á óvart eftir að hafa stýrt liðinu á besta tímabili í sögu félagsins,“ sagði Gracia í tilkynningu í dag.

Undir hans stjórn lenti liðið í 11. sæti í ensku úrvalsdeildinni, sem er besti árangur félagsins, ásamt því að hann tók liðið alla leið í úrslit enska bikarsins.

„Ég virði ákvörðun félagsins og vil ítreka að samband mitt og Gino Pozzo og Filippo Giradi er gott og það mun ekki breytast þrátt fyrr skyndilegt brotthvarf mitt.“

„Ég er félaginu þakklátur fyrir að tækifærið að stýra þessu frábæra félagi í ensku úrvalsdeildinni, þetta hefur verið frábær reynsla og gefið mér mörg einstök augnablik.“

Watford endurréði fyrrum stjóra sinn, Quique Sanchez Flores, í gær. Flores mætir Arsenal í fyrsta leik sínum með liðið um næstu helgi.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.