Enski boltinn

Adidas kom í veg fyrir að Pogba færi frá United

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Paul Pogba spilar í Adidas frá toppi til táar
Paul Pogba spilar í Adidas frá toppi til táar vísir/getty
Adidas spilaði stórt hlutverk í að halda Paul Pogba í herbúðum Manchester United í sumar samkvæmt enska götublaðinu Daily Mail.

Pogba var sterklega orðaður við Real Madrid og þá var hann einnig orðaður við Juventus. Hvorugt lið var sagt hafa fjármagn til þess að fá Pogba til sín en samkvæmt frétt Daily Mail þá spilaði íþróttavöruframleiðandinn stórt hlutverk í því að ekkert varð af skiptum Pogba.

Adidas er sagt hafa blandað sér í málið þar sem það kæmi sér betur fyrir fyrirtækið fjárhagslega að Pogba yrði áfram á Old Trafford.

Pogba er sjálfur á samning hjá Adidas ásamt því að Manchester United spilar í búningum frá Adidas.

Real Madrid spilar einnig í Adidas en hjá Real eru fleiri stjörnur á samningi hjá framleiðandanum, svo sem Gareth Bale og Karim Benzema.

Pogba á tvö ár eftir af samningi sínum við Manchester United.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×