Enski boltinn

Wijnaldum var ekki búinn að skrifa undir hjá Liverpool er Klopp spurði hann út í Van Dijk

Anton Ingi Leifsson skrifar
Klopp á góðri stundu.
Klopp á góðri stundu. vísir/getty
Georginio Wijnaldum, miðjumaður Liverpool, segir í viðtali við Goal að hann hafi átt samtöl við stjóra Liverpool, Jurgen Klopp, um varnarmanninn Virgil van Dijk.

Wijnaldum gekk í raðir Liverpool frá Newcastle árið 2016 og Þjóðverjinn var ekki lengi að spyrja Wijnaldum út í gæði varnarmannsins knáa.

„Meira segja áður en ég gekk í raðir Liverpool þá átti ég fund með Jurgen og meðan við spjölluðum þá spurði hann mig út í Virgil van Dijk,“ sagði Wijnaldum.







„Ég hef alltaf litið stórum augum á Virgil og mín orð til Jurgen voru: Hann er að fara gera varnarleikinn mun betri. Svo ég var ekki hissa þegar Virgil vann besti leikmaður UEFA á undan Lionel Messi og Cristiano Ronaldo.“

„Ég bjóst við því að hann myndi vinna þetta. Hann náði svo miklum árangri á síðustu leiktíð og það er ekkert sem kemur mér lengur á óvart hvað hann varðar.“

Varnarmaðurinn hefur leikið 78 leiki með Liverpool fra því að hann kom til félagsins fyrir rúmlega einu og hálfu ári en Liverpool hefur nú unnið þrettán deildarleiki í röð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×