Fleiri börn í vanda í ár Ari Brynjólfsson skrifar 9. september 2019 07:15 Í síðustu viku var hleypt af stokkunum þjóðarátakinu Á allra vörum. Að þessu sinni á að styrkja forvarnar- og fræðsluátakið Eitt líf. fréttablaðið/sigtryggur ari „Til þessa hefur símtölum frá foreldrum barna sem eru að byrja í neyslu fækkað á sumrin en ekki núna. Við munum varla eftir öðru eins sumri í þau 33 ár sem við höfum starfað,“ segir Berglind Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Foreldrahúss – Vímulausrar æsku. Mynstrið er iðulega þannig að upp kemst um neyslu ungmenna þegar skólarnir hefjast á ný. Merkja þær Berglind og Guðrún B. Ágústsdóttir ráðgjafi aukningu núna í september frá fyrri árum. „Það vantar alltaf fjármagn í þennan málaf lokk, þá má ekki gleyma landsbyggðinni þar sem minni hjálp er að fá,“ segir Berglind. Foreldrahús – Vímulaus æska er sjálft að hleypa af stað fjáröf lun fyrir nýju húsnæði og f leira starfs-fólki. Í síðustu viku var hleypt af stokkunum þjóðarátakinu Á allra vörum. Að þessu sinni á að styrkja forvarnar- og fræðsluátakið Eitt líf. Samhliða því var frumsýnd áhrifamikil auglýsing til að vekja fólk til umhugsunar um lyfjamisnotkun ungmenna. Alls létust 39 manns vegna lyfjamisnotkunar í fyrra.Berglind fagnar öllu sem vekur athygli á þessum vanda. „Við þekkjum þennan vanda vel. Það sem við rekumst oft á er að þau halda að þau viti alveg hvað þau eru að gera,“ segir Berglind. Guðrún segir mikilvægt að foreldrar hafi varann á þegar kemur að lyfjum. „Læsið þau inni. Ekki hafa þau uppi í hillu þar sem unglingar eða vinir þeirra geta náð í þau,“ segir Guðrún. „Það eru ljót dæmi um að ungmenni hafi jafnvel tekið inn hjartalyf því þau hafa ruglast á þeim og öðrum. Líka dæmi um að þrettán ára hafi prófað fentanýl hjá krabbameinsveikum fjölskyldumeðlim.“ Þær ítreka að börnin sem um sé að ræða séu ekki þau sem kalla má vandræðaunglinga. „Þau koma ekki endilega frá fátækum heimilum eða foreldrum sem sinna þeim ekki. Oft tala foreldrarnir einmitt um að þau séu í íþróttum, eigi marga vini og haf i gengið vel í skólanum,“ segir Guðrún. Berglind segir að það séu nokkur merki sem foreldrar eigi helst að hafa í huga. Börnin mæta verr í skólann, koma síður heim í kvöldmat og geta illa gert grein fyrir fjárútlátum. „Ef unglingurinn er kominn með nýja vini í einhverju allt öðru hverfi og finnst það ekkert tiltökumál að taka strætó í 45 mínútur til að hitta einhverja sem þú hefur ekki hitt, þá er ástæða til að kanna hvort það geti verið eitthvað meira í gangi.“ Birtist í Fréttablaðinu Börn og uppeldi Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira
„Til þessa hefur símtölum frá foreldrum barna sem eru að byrja í neyslu fækkað á sumrin en ekki núna. Við munum varla eftir öðru eins sumri í þau 33 ár sem við höfum starfað,“ segir Berglind Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Foreldrahúss – Vímulausrar æsku. Mynstrið er iðulega þannig að upp kemst um neyslu ungmenna þegar skólarnir hefjast á ný. Merkja þær Berglind og Guðrún B. Ágústsdóttir ráðgjafi aukningu núna í september frá fyrri árum. „Það vantar alltaf fjármagn í þennan málaf lokk, þá má ekki gleyma landsbyggðinni þar sem minni hjálp er að fá,“ segir Berglind. Foreldrahús – Vímulaus æska er sjálft að hleypa af stað fjáröf lun fyrir nýju húsnæði og f leira starfs-fólki. Í síðustu viku var hleypt af stokkunum þjóðarátakinu Á allra vörum. Að þessu sinni á að styrkja forvarnar- og fræðsluátakið Eitt líf. Samhliða því var frumsýnd áhrifamikil auglýsing til að vekja fólk til umhugsunar um lyfjamisnotkun ungmenna. Alls létust 39 manns vegna lyfjamisnotkunar í fyrra.Berglind fagnar öllu sem vekur athygli á þessum vanda. „Við þekkjum þennan vanda vel. Það sem við rekumst oft á er að þau halda að þau viti alveg hvað þau eru að gera,“ segir Berglind. Guðrún segir mikilvægt að foreldrar hafi varann á þegar kemur að lyfjum. „Læsið þau inni. Ekki hafa þau uppi í hillu þar sem unglingar eða vinir þeirra geta náð í þau,“ segir Guðrún. „Það eru ljót dæmi um að ungmenni hafi jafnvel tekið inn hjartalyf því þau hafa ruglast á þeim og öðrum. Líka dæmi um að þrettán ára hafi prófað fentanýl hjá krabbameinsveikum fjölskyldumeðlim.“ Þær ítreka að börnin sem um sé að ræða séu ekki þau sem kalla má vandræðaunglinga. „Þau koma ekki endilega frá fátækum heimilum eða foreldrum sem sinna þeim ekki. Oft tala foreldrarnir einmitt um að þau séu í íþróttum, eigi marga vini og haf i gengið vel í skólanum,“ segir Guðrún. Berglind segir að það séu nokkur merki sem foreldrar eigi helst að hafa í huga. Börnin mæta verr í skólann, koma síður heim í kvöldmat og geta illa gert grein fyrir fjárútlátum. „Ef unglingurinn er kominn með nýja vini í einhverju allt öðru hverfi og finnst það ekkert tiltökumál að taka strætó í 45 mínútur til að hitta einhverja sem þú hefur ekki hitt, þá er ástæða til að kanna hvort það geti verið eitthvað meira í gangi.“
Birtist í Fréttablaðinu Börn og uppeldi Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira