Varar við rafrettum og vill Ísland á fremsta bekk Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. september 2019 11:07 Tómas Guðbjartsson, hjartaskurðlæknir og náttúruverndarsinni. Háskóli Íslands Tómas Guðbjartsson, hjartaskurðlæknir á Landspítalanum, segir að nýleg tíðindi af veikindum og andláti notenda rafretta í Bandaríkjunum séu líkast til aðeins toppurinn á ísjakanum. Stöðugt komi betur í ljós hversu skaðlegar rafrettur geti verið þeim sem nota. Eini tilgangur rafretta væri að selja þeim sem vilji hætta að reykja. Ekki markaðssetja fyrir börn og unglinga eins og sælgæti í sjoppu. „Í góðri trú - enda búið að básúna að þær séu skaðlausar. Þar hafa gírugir hagsmunaðilar verið í fararbroddi en þvi miður líka sumir læknar og samtök þeirra.“ Heilbrigðisyfirvöld í Bandaríkjunum hafa áhyggjur af því að rafrettur gætu verið orsök alvarlegs lungnasjúkdóms sem hefur greinst í hundruðum rafreykingamanna undanfarið og dregið fimm til dauða. Engar ákveðnar rafrettur hafa enn verið tengdar við sjúkdóminn. Washington Post segir að grunur sé um 450 tilfelli í 33 ríkjum og einu landsvæði Bandaríkjanna. Fimm séu látnir af völdum sjúkdómsins dularfulla og eitt til viðbótar sé rannsakað vegna mögulegra tengsla við rafrettureykingar. Tómas vísar því í umfjöllun eins virtasta læknatímarits í heimi, New England Journal of Medicine, sem varaði við alvarlegum fylgikvillum rafrettna í síðasta tölublaði. „Í kjölfarið hafa eftirlitsstofnanir í Bandaríkjunum sent út viðvaranir. Því miður erum við sennilega aðeins að sjá toppinn á ísjakanum. Ljóst er að sporna þarf strax við útbreiðslu rafettna og veips, rannsaka þær betur og gera lyfseðilsskyldar,“ segir Tómas. „Þær yrðu þá eingöngu ætlaðar þeim sem ætla að hætta að reykja, en ekki markaðssettar fyrir börn og og unglinga eins og hvert annað sælgæti sem selt er úti í sjoppu. Hér ættum við Íslendingar að vera í fararbroddi en ekki eftirbátar.“ Töluverð umræða hefur skapast við innlegg Tómasar á Facebook-síðu hans sem sjá má hér að neðan. Heilbrigðismál Rafrettur Tengdar fréttir Læknaslagur á Facebook um veipur og rafrettur Lækna-Tómas og Guðmundur Karl kljást um rafrettur eða veipur. 21. janúar 2019 15:03 Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Fleiri fréttir Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Sjá meira
Tómas Guðbjartsson, hjartaskurðlæknir á Landspítalanum, segir að nýleg tíðindi af veikindum og andláti notenda rafretta í Bandaríkjunum séu líkast til aðeins toppurinn á ísjakanum. Stöðugt komi betur í ljós hversu skaðlegar rafrettur geti verið þeim sem nota. Eini tilgangur rafretta væri að selja þeim sem vilji hætta að reykja. Ekki markaðssetja fyrir börn og unglinga eins og sælgæti í sjoppu. „Í góðri trú - enda búið að básúna að þær séu skaðlausar. Þar hafa gírugir hagsmunaðilar verið í fararbroddi en þvi miður líka sumir læknar og samtök þeirra.“ Heilbrigðisyfirvöld í Bandaríkjunum hafa áhyggjur af því að rafrettur gætu verið orsök alvarlegs lungnasjúkdóms sem hefur greinst í hundruðum rafreykingamanna undanfarið og dregið fimm til dauða. Engar ákveðnar rafrettur hafa enn verið tengdar við sjúkdóminn. Washington Post segir að grunur sé um 450 tilfelli í 33 ríkjum og einu landsvæði Bandaríkjanna. Fimm séu látnir af völdum sjúkdómsins dularfulla og eitt til viðbótar sé rannsakað vegna mögulegra tengsla við rafrettureykingar. Tómas vísar því í umfjöllun eins virtasta læknatímarits í heimi, New England Journal of Medicine, sem varaði við alvarlegum fylgikvillum rafrettna í síðasta tölublaði. „Í kjölfarið hafa eftirlitsstofnanir í Bandaríkjunum sent út viðvaranir. Því miður erum við sennilega aðeins að sjá toppinn á ísjakanum. Ljóst er að sporna þarf strax við útbreiðslu rafettna og veips, rannsaka þær betur og gera lyfseðilsskyldar,“ segir Tómas. „Þær yrðu þá eingöngu ætlaðar þeim sem ætla að hætta að reykja, en ekki markaðssettar fyrir börn og og unglinga eins og hvert annað sælgæti sem selt er úti í sjoppu. Hér ættum við Íslendingar að vera í fararbroddi en ekki eftirbátar.“ Töluverð umræða hefur skapast við innlegg Tómasar á Facebook-síðu hans sem sjá má hér að neðan.
Heilbrigðismál Rafrettur Tengdar fréttir Læknaslagur á Facebook um veipur og rafrettur Lækna-Tómas og Guðmundur Karl kljást um rafrettur eða veipur. 21. janúar 2019 15:03 Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Fleiri fréttir Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Sjá meira
Læknaslagur á Facebook um veipur og rafrettur Lækna-Tómas og Guðmundur Karl kljást um rafrettur eða veipur. 21. janúar 2019 15:03