Enski boltinn

Arsenal reyndi að fá Messi á sama tíma og Fabregas

Anton Ingi Leifsson skrifar
Lionel Messi er á meiðslalistanum hjá Barcelona.
Lionel Messi er á meiðslalistanum hjá Barcelona. vísir/getty

Arsene Wenger, fyrrum stjóri Arsenal, segir að félagið hafi reynt að klófesta Lionel Messi frá Barcelona á sínum tíma.

Arsenal gekk vel á fyrstu árum 21. aldarinnar og vann meðal annars Englandsmeistaratitilinn tímabilin 2001/2002 og 2003/2004.

Þá var félagið í viðræðum við Barcelona um kaup á Cesc Fabregas sem gekk svo að endingu í raðir Arsenal en hann og Messi voru samherjar hjá La Masia.

„Við vorum í viðræðum við Messi þegar við keyptum Fabregas því Messi spilaði með honum,“ sagði Frakkinn í samtali við Football 365.

„Þú uppgötvar hversu góð yngri lið eins og Barcelona sem var með Messi, Pique og Fabregas í sama liðinu.“

„Pique og Fabregas komu til Englands en Messi varð eftir á Spáni. Við vorum áhugasamir um hann en hann var ósnertanlegur á þessum tíma.“

Síðan þá hefur Messi verið kosinn fimm sinnum besti leikmaður í heimi og er að mörgum talinn besta leikmaður í sögunni.

Wenger hætti sumarið 2018 eftir 22 ára starf hjá Arsenal.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.