Veðurfræðingur segir útflutning á sorpi ósvinnu Jakob Bjarnar skrifar 9. september 2019 14:14 Einar Sveinbjörnsson telur herferð Íslenska Gámafélagsins og Samskipa, þeirri sem Halldóra Geirharðsdóttir talar nú fyrir, afar vafasama. Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur telur fisk liggja undir steini nýs átaks sem gengur út á að flytja íslenskt sorp út. Hann segir að þar sé verið að byrja á öfugum enda og reyndar sé um ósvinnu að ræða.Vísir greindi í morgun frá nýju átaki sem er í burðarliðnum, herferð Íslenska Gámafélagsins og Samskipa, sem gengur út á þá hugmynd að flytja allt sorp út. Talsmaður átaksins er leikkonan Halldóra Geirharðsdóttir og kynnti hún það í viðtali á Bylgjunni í morgun; áform um að hætta að urða sorp á Íslandi. Einar telur þetta framtak afar vafasamt. Hann segir að hér sé verið að byrja á öfugum enda.Heppileg herferð fyrir Samskip „Jafnvel þó flokkað sé frá og úrgangur endurnýttur enn betur en í dag nemur afgangurinn um 150 þúsund tonnum. Í dag er hann urðaður, magnið er reyndar meira eða 220 þúsund tonn,“ segir Einar í færslu á Facebook í morgun. Og áréttar að hann hafi áður tjáð skoðun sína þess efnis að hann telji „útflutning“ á okkar eigin úrgangi vera „umhverfislega ósvinnu af margvíslegum toga.“ Einar bendir á að það veki athygli að þeir sem virðast kosta herferðina séu einmitt Íslenska Gámafélagið og Samskip. „Þær yrðu margar ferðirnar sem farnar yrðu með sorpgámana í skip Samskip allstaðar að af landinu og margir farmarnir til Svíþjóðar með heil 150 þúsund tonn af úrgangi árlega. Þeir munu græða en við borgum.“ Urðun þarf ekki að vera slæm Einar segir urðun ekki slæma útaf fyrir sig og ef vel er að staðið. En þá þurfi að flokka eiturefni frá og annað sem þykir hagnýtt til endurvinnslu. „Vilji menn brenna sorp, líkt og á Norðurlöndunum gerum við það hér heima, en flytjum ekki okkar eigin úrgang til annara. Þeir geta á hagkvæman virkjað vindinn og sól skorti þar orku,“ segir Einar og bætir við: „Hræddur er ég nú samt um að einmitt þetta verði orðin stefna sveitarfélaganna á Höfuðborgarsvæðinu í sorpmálum jafnvel fyrir lok þessa mánaðar! Munum að finna þarf nýjan stað frá og með næsta eða þar næsta ári ef ég man rétt.“ Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir Skora á stjórnvöld að hætta að urða sorp Hleypt hefur verið af stokkunum átakinu Hættum að urða - finnum lausnir en með átakinu er kastljósinu beint að ókostum urðunar og almenningur hvattur til þess að þrýsta á stjórnvöld um að hætta urðun á sorpi. 9. september 2019 10:05 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Fleiri fréttir Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Sjá meira
Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur telur fisk liggja undir steini nýs átaks sem gengur út á að flytja íslenskt sorp út. Hann segir að þar sé verið að byrja á öfugum enda og reyndar sé um ósvinnu að ræða.Vísir greindi í morgun frá nýju átaki sem er í burðarliðnum, herferð Íslenska Gámafélagsins og Samskipa, sem gengur út á þá hugmynd að flytja allt sorp út. Talsmaður átaksins er leikkonan Halldóra Geirharðsdóttir og kynnti hún það í viðtali á Bylgjunni í morgun; áform um að hætta að urða sorp á Íslandi. Einar telur þetta framtak afar vafasamt. Hann segir að hér sé verið að byrja á öfugum enda.Heppileg herferð fyrir Samskip „Jafnvel þó flokkað sé frá og úrgangur endurnýttur enn betur en í dag nemur afgangurinn um 150 þúsund tonnum. Í dag er hann urðaður, magnið er reyndar meira eða 220 þúsund tonn,“ segir Einar í færslu á Facebook í morgun. Og áréttar að hann hafi áður tjáð skoðun sína þess efnis að hann telji „útflutning“ á okkar eigin úrgangi vera „umhverfislega ósvinnu af margvíslegum toga.“ Einar bendir á að það veki athygli að þeir sem virðast kosta herferðina séu einmitt Íslenska Gámafélagið og Samskip. „Þær yrðu margar ferðirnar sem farnar yrðu með sorpgámana í skip Samskip allstaðar að af landinu og margir farmarnir til Svíþjóðar með heil 150 þúsund tonn af úrgangi árlega. Þeir munu græða en við borgum.“ Urðun þarf ekki að vera slæm Einar segir urðun ekki slæma útaf fyrir sig og ef vel er að staðið. En þá þurfi að flokka eiturefni frá og annað sem þykir hagnýtt til endurvinnslu. „Vilji menn brenna sorp, líkt og á Norðurlöndunum gerum við það hér heima, en flytjum ekki okkar eigin úrgang til annara. Þeir geta á hagkvæman virkjað vindinn og sól skorti þar orku,“ segir Einar og bætir við: „Hræddur er ég nú samt um að einmitt þetta verði orðin stefna sveitarfélaganna á Höfuðborgarsvæðinu í sorpmálum jafnvel fyrir lok þessa mánaðar! Munum að finna þarf nýjan stað frá og með næsta eða þar næsta ári ef ég man rétt.“
Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir Skora á stjórnvöld að hætta að urða sorp Hleypt hefur verið af stokkunum átakinu Hættum að urða - finnum lausnir en með átakinu er kastljósinu beint að ókostum urðunar og almenningur hvattur til þess að þrýsta á stjórnvöld um að hætta urðun á sorpi. 9. september 2019 10:05 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Fleiri fréttir Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Sjá meira
Skora á stjórnvöld að hætta að urða sorp Hleypt hefur verið af stokkunum átakinu Hættum að urða - finnum lausnir en með átakinu er kastljósinu beint að ókostum urðunar og almenningur hvattur til þess að þrýsta á stjórnvöld um að hætta urðun á sorpi. 9. september 2019 10:05