Enski boltinn

Kane: Hef aldrei tekið dýfu á ferlinum

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Harry Kane tekur vítaspyrnu á Emirates vellinum um síðustu helgi
Harry Kane tekur vítaspyrnu á Emirates vellinum um síðustu helgi vísir/getty

Harry Kane segist aldrei hafa tekið dýfu á öllum hans fótboltaferli, en hann var sakaður um leikaraskap í Lundúnaslag Tottenham og Arsenal um síðustu helgi.

Í síðustu tveimur leikjum Tottenham hefur Kane fengið ásökun um að dýfa sér, í leiknum gegn Arsenal og leiknum við Newcastle þar á undan.

Kane var spurður út í þetta í gær og sagðist hann aldrei hafa tekið dýfu á ævinni.

„Aldrei og vonandi mun ég aldrei þurfa þess,“ sagði Kane.

„Ég sagði eftir leikinn við Arsenal að þetta hafi verið 50/50 tækling. Svona gerist í fótbolta.“

„Ég nota líkama minn vel, sem er eitthvað sem þú þarft að gera sem framherji. Á miðjunni er þetta alltaf aukaspyrna en innan vítateigs þá færðu ekki alltaf brotið,“ sagði Kane.

Enski framherjinn skoraði þrennu í leik Englands og Búlgaríu um helgina.

„Fólk má hafa þeirra skoðanir. Ég er ekki að einbeita mér að hlutum eins og dýfingum. Fyrir mér snýst þetta bara um að gera eins vel og maður getur inn á vellinum og vinna leiki.“Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.