Slökkviliðið á Akranesi treystir á verktaka á meðan beðið er eftir nýjum körfubíl Sylvía Hall skrifar 30. ágúst 2019 13:00 Slökkviliðsstjóri á Akranesi segir þau úrræði sem treyst er á ekki duga til lengdar. Facebook-síða Slökkviliðsins á Akranesi Körfubíll Slökkviliðsins á Akranesi er ekki nothæfur til björgunarstarfa eftir að úttekt leiddi í ljós að búnaður hans væri ófullnægjandi. Ekki hefur fengist samþykki fyrir kaupum á nýjum bíl en umhverfis- og skipulagssvið er með málið til skoðunar. Fjölmörg fjölbýlishús og stór iðnaðarhús eru á því svæði sem slökkviliðið sinnir og nýtist körfubíllinn til slökkvistarfa á efri hæðum húsa og í háum byggingum. Þráinn Ólafsson slökkviliðsstjóri segir slökkviliðið nú þurfa að treysta á aðra kosti sem gangi ekki til lengdar. „Þá erum við með smá baktryggingu en hún þarf að vera betri. Við þurfum að fá annað tæki þar sem þetta er orðið yfir fjörutíu ára gamalt tæki og það er í höndum bæjaryfirvalda eða umhverfis- og skipulagsráðs að fjármagna eða skoða, þeir eru að skoða hlutina. Svona nýtt tæki kostar yfir áttatíu milljónir svo það er vinna í gangi við að skoða hvað eigi að gera,“ segir Þráinn.Nauðsynlegt að tækjabúnaður sé í lagi Þráinn segir bæjaryfirvöld sýna málinu skilning. Menn þurfi andrými til að taka ákvörðun um kaup og það fari eftir því hvort nægilegt fjármagn sé til kaupanna. Þá þurfi að skoða þá möguleika sem eru fyrir hendi. Hann segist ekki vita hversu langan tíma það muni taka að skaffa bæjarfélaginu nýjum bíl en eftir að ákvörðun er tekin gæti þurft að bíða eftir því að nýr bíll sé smíðaður. Það sé hins vegar nauðsynlegt að slökkviliðið sé vel búið enda sinnir það stóru svæði og mikilvægt að öryggi sveitarfélagsins sé tryggt. „Það náttúrulega segir sig sjálft í 7.500 manna sveitarfélagi og með líka alla Hvalfjarðarsveitina, stóriðjuna og fleira, þá þurfum við náttúrulega að vera þokkalega tækjum búinn.“Verktakar sinna millibilsástandinu Búnaður bílsins var metinn ófullnægjandi.Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri á Akranesi, segir málið vera til meðferðar hjá bæjarstjórn sem stendur. „Þetta er nýlega komið upp með þennan körfubíl og það er unnið hörðum höndum að því að fara ofan í málið og tryggja að það verði tekið fagleg ákvörðun um það hvað muni koma í staðinn fyrir þennan körfubíl. Þetta er auðvitað ekki eitthvað sem er til á lager,“ segir Sævar. Að sögn Sævars til treystir bæjarfélagið á önnur úrræði í millitíðinni. „Jafnframt erum við að nýta okkur öfluga og flotta verktaka hér í bænum sem eru með körfubíla og slíkt sem eru kannski ekki sérsniðnir fyrir slökkvistarf en það er það sem við getum nýtt okkur í milliástandinu,“ segir Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri á Akranesi. Akranes Slökkvilið Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Fleiri fréttir Ríkið sakfellt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Sjá meira
Körfubíll Slökkviliðsins á Akranesi er ekki nothæfur til björgunarstarfa eftir að úttekt leiddi í ljós að búnaður hans væri ófullnægjandi. Ekki hefur fengist samþykki fyrir kaupum á nýjum bíl en umhverfis- og skipulagssvið er með málið til skoðunar. Fjölmörg fjölbýlishús og stór iðnaðarhús eru á því svæði sem slökkviliðið sinnir og nýtist körfubíllinn til slökkvistarfa á efri hæðum húsa og í háum byggingum. Þráinn Ólafsson slökkviliðsstjóri segir slökkviliðið nú þurfa að treysta á aðra kosti sem gangi ekki til lengdar. „Þá erum við með smá baktryggingu en hún þarf að vera betri. Við þurfum að fá annað tæki þar sem þetta er orðið yfir fjörutíu ára gamalt tæki og það er í höndum bæjaryfirvalda eða umhverfis- og skipulagsráðs að fjármagna eða skoða, þeir eru að skoða hlutina. Svona nýtt tæki kostar yfir áttatíu milljónir svo það er vinna í gangi við að skoða hvað eigi að gera,“ segir Þráinn.Nauðsynlegt að tækjabúnaður sé í lagi Þráinn segir bæjaryfirvöld sýna málinu skilning. Menn þurfi andrými til að taka ákvörðun um kaup og það fari eftir því hvort nægilegt fjármagn sé til kaupanna. Þá þurfi að skoða þá möguleika sem eru fyrir hendi. Hann segist ekki vita hversu langan tíma það muni taka að skaffa bæjarfélaginu nýjum bíl en eftir að ákvörðun er tekin gæti þurft að bíða eftir því að nýr bíll sé smíðaður. Það sé hins vegar nauðsynlegt að slökkviliðið sé vel búið enda sinnir það stóru svæði og mikilvægt að öryggi sveitarfélagsins sé tryggt. „Það náttúrulega segir sig sjálft í 7.500 manna sveitarfélagi og með líka alla Hvalfjarðarsveitina, stóriðjuna og fleira, þá þurfum við náttúrulega að vera þokkalega tækjum búinn.“Verktakar sinna millibilsástandinu Búnaður bílsins var metinn ófullnægjandi.Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri á Akranesi, segir málið vera til meðferðar hjá bæjarstjórn sem stendur. „Þetta er nýlega komið upp með þennan körfubíl og það er unnið hörðum höndum að því að fara ofan í málið og tryggja að það verði tekið fagleg ákvörðun um það hvað muni koma í staðinn fyrir þennan körfubíl. Þetta er auðvitað ekki eitthvað sem er til á lager,“ segir Sævar. Að sögn Sævars til treystir bæjarfélagið á önnur úrræði í millitíðinni. „Jafnframt erum við að nýta okkur öfluga og flotta verktaka hér í bænum sem eru með körfubíla og slíkt sem eru kannski ekki sérsniðnir fyrir slökkvistarf en það er það sem við getum nýtt okkur í milliástandinu,“ segir Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri á Akranesi.
Akranes Slökkvilið Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Fleiri fréttir Ríkið sakfellt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Sjá meira