Fótbolti

Neymar var tilbúinn að borga með skiptunum til Barcelona en nú verður hann áfram hjá PSG

Anton Ingi Leifsson skrifar
Neymar á æfingu með PSG fyrir alls ekki löngu.
Neymar á æfingu með PSG fyrir alls ekki löngu. vísir/getty
Neymar hefur samþykkt það að vera áfram hjá Parísar-liðinu eftir að samningaviðræður PSG og Barcelona runnu út í sandinn.

Þetta hefur Sky Sports fréttastofan eftir sínum heimildum en Neymar mun þess í stað ferðast á morgun til Miami þar sem brasilíska landsliðið dvelur.

PSG var ekki tilbúið að lækka verðmiðann á Neymar þrátt fyrir að Brassinn sjálfur hafi verið reiðubúinn að borga 20 milljónir evra sjálfur til þess að samningurinn myndi ganga í gegn.







PSG hefur ekki viljað tjá sig um málið en samningaviðræðurnar eru úr sögunni ef marka má fréttir Sky Sports í kvöld.

Real Madrid náði einnig ekki samkomulagi við frönsku meistaranna en PSG hefur ekki viljað tjáð sig um málið.


Tengdar fréttir

Mbappe og Cavani báðir meiddir

Leikur PSG og Toulouse í gær var dýr fyrir PSG því stórstjörnur liðsins, Kylian Mbappe og Edinson Cavani, meiddust báðir í leiknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×