Fótbolti

Barcelona reynir allt hvað þeir geta til þess að klófesta Neymar

Anton Ingi Leifsson skrifar
Neymar er að öllum líkindum á leið burt frá París.
Neymar er að öllum líkindum á leið burt frá París. vísir/getty
Barcelona reynir allt hvað þeir geta til þess að klófesta brasilísku stjörnuna Neymar til félagsins en hann er á mála hjá PSG í Frakklandi.

Neymar hefur greint frá því að hann vilji komast burt frá París og spænsku risarnir, Barcelona og Real Madrid, hafa verið taldir líklegustu áfangastaðirnir.

Nú eru Börsungar taldir líklegastir til þess að fá Neymar en stjórnarformaður Börsunga hefur meðal annars fundað með stjórnarmanni PSG og yfirmanni knattspyrnumála í dag.





Liðin hafa þó ekki komist að samkomulagi um verð og ekki hefur verið lagt neitt tilboð á borðið frá Barcelona. Real er enn um hituna en félagaskiptaglugganum lokar 2. september.

Fréttastofan Sky Sports greinir frá því að verðmiðinn á Neymar verði væntanlega í kringum 170 til 180 milljónir punda plús leikmaður til skiptanna.

Neymar yfirgaf Nou Camp og færði sig yfir á Parc des Princes árið 2017 en hann kostaði þá 200 milljónir punda.

Hann hefur ekki verið í leikmannahópi PSG í fyrstu þremur deildarleikjunum í Frakklandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×