Fótbolti

Fyrrum framherji Stoke heldur áfram að raða inn mörkum fyrir PSG

Anton Ingi Leifsson skrifar
Eric Maxim Choupo Moting fagnar í kvöld ásamt félögum sínum.
Eric Maxim Choupo Moting fagnar í kvöld ásamt félögum sínum. vísir/getty
Neymar var ekki sjáanlegur er PSG vann þriðja leikinn í frönsku úrvalsdeildinni. Frönsku meistararnir unnu þá 2-0 sigur á Metz á útivelli.

Angel Di Maria kom PSG yfir strax á ellefu mínútu leiksins er hann skoraði úr vítaspyrnu eftir að brotið var á Bernat.

Tveimur mínútum fyrir lok fyrri hálfleiks var það Eric Maxim Choupo Moting sem tvöfaldaði forystuna er hann skoraði með skalla eftir aukaspyrnu Marco Verratti.







Choupo Moting sem var arfaslakur í fall liði Stoke tímabilið 2017/2018 hefur verið að finna sig vel hjá PSG. Hann er kominn með þrjú mörk í síðustu tveimur leikjum.

PSG er því búið að endurheimta toppsætið. Þeir eru með níu stig eftir fyrstu fjóra leikina en Rennes getur komist aftur á toppinn með sigri á Nice á sunnudaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×