Björn Daníel: Daninn fljúgandi gjörsamlega geggjaður Svava Kristín Gretarsdóttir skrifar 31. ágúst 2019 21:54 Björn Daníel fagnar með Pétri Viðarssyni fyrr í sumar. vísir/bára „Þetta var geggjað,“ sagði fyrirliði FH í kvöld, Björn Daníel Sverrisson, eftir frábæran sigur liðsins á Stjörnunni í stórleik 19. umferðar. „Mér fannst leikurinn jafn í fyrri hálfleik. Þeir skora þetta mark, geggjað mark en mér fannst við svo töluvert betri í seinni hálfleik og Daninn fljúgandi skoraði svo þrjú fyrir okkur,“ sagði Björn Daníel ánægður með Morten Beck sem skoraði þrennu í kvöld. „Hann hefur passað fullkomlega inn í þetta hjá okkur, hann skorar mörk og leggur sig alltaf 100% fram. Hann var ekki búinn að spila mikið þegar hann kom til okkar en er kominn í gott leikform núna. Hann skorar þrennu í dag og hann bara vinnur þennan leik fyrir okkur, gjörsamlega geggjaður.“ FH fór 1-0 undir inn í hálfleik eftir að hafa fengið mark á sig á loka mínútu fyrri hálfleiks. Stjarnan hafði haft yfirhöndina en FH náði öllum tökum á leiknum snemma í síðari hálfleik. Björn Daníel segir að einstaklings framtök hafi skilað þeim sigrinum og hrósar einnig innkomu Jónatans Inga Jónssonar sem kom með mikinn kraft inní sóknarleik FH. „Við vorum grimmari í tæklingum, unnum boltann hærra upp á vellinum og fórum í skyndisóknir. Við vorum lélegir að klára sóknirnar í fyrri hálfleik en kláruðum þær vel í seinni. Svo voru líka bara einstaklings framtök að skila, geggjað hjá Jónatani í öðru markinu þegar hann fór framhjá einhverjum fjórum gaurum og leggur upp mark. Hann er í liðinu okkar til að gera svona hluti og hann var með frábæra innkomu í dag.“ FH byrjaði mótið illa en er nú í 3. sæti deildarinnar og framundan er úrslitaleikurinn í Mjólkurbikarnum. Björn Daníel viðurkennir að þeir séu að byrja full seint en að liðið sé á góðum stað núna og markmiðin eru skýr. „Mér finnst kominn ákveðinn rythmi í þetta hjá okkur, miklu meiri liðs frammistaða í öllu sem við gerum. Við erum kannski að byrja full seint en við stefnum á topp 3 og bikarmeistaratitil.“ Björn segir það gríðarlega mikilvægt að hafa klárað leikinn í dag með sigri upp á móralinn að gera og að þeir fari nú fullir sjálfstraust inn í bikarúrslitin. „Það er bara mjög mikilvægt, sérstaklega fyrir móralinn. Það eru tvær vikur í næsta leik og geggjað að vera bara einir í þriðja sæti fyrir bikarúrslitin í staðinn fyrir að fara með tap á bakinu og þurfa að bíða í tvær vikur þá er þetta mjög sætt,“ sagði Björn að lokum. Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Fótbolti Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik Handbolti Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Fótbolti Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Fótbolti Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Íslenski boltinn Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Fleiri fréttir Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Sjá meira
„Þetta var geggjað,“ sagði fyrirliði FH í kvöld, Björn Daníel Sverrisson, eftir frábæran sigur liðsins á Stjörnunni í stórleik 19. umferðar. „Mér fannst leikurinn jafn í fyrri hálfleik. Þeir skora þetta mark, geggjað mark en mér fannst við svo töluvert betri í seinni hálfleik og Daninn fljúgandi skoraði svo þrjú fyrir okkur,“ sagði Björn Daníel ánægður með Morten Beck sem skoraði þrennu í kvöld. „Hann hefur passað fullkomlega inn í þetta hjá okkur, hann skorar mörk og leggur sig alltaf 100% fram. Hann var ekki búinn að spila mikið þegar hann kom til okkar en er kominn í gott leikform núna. Hann skorar þrennu í dag og hann bara vinnur þennan leik fyrir okkur, gjörsamlega geggjaður.“ FH fór 1-0 undir inn í hálfleik eftir að hafa fengið mark á sig á loka mínútu fyrri hálfleiks. Stjarnan hafði haft yfirhöndina en FH náði öllum tökum á leiknum snemma í síðari hálfleik. Björn Daníel segir að einstaklings framtök hafi skilað þeim sigrinum og hrósar einnig innkomu Jónatans Inga Jónssonar sem kom með mikinn kraft inní sóknarleik FH. „Við vorum grimmari í tæklingum, unnum boltann hærra upp á vellinum og fórum í skyndisóknir. Við vorum lélegir að klára sóknirnar í fyrri hálfleik en kláruðum þær vel í seinni. Svo voru líka bara einstaklings framtök að skila, geggjað hjá Jónatani í öðru markinu þegar hann fór framhjá einhverjum fjórum gaurum og leggur upp mark. Hann er í liðinu okkar til að gera svona hluti og hann var með frábæra innkomu í dag.“ FH byrjaði mótið illa en er nú í 3. sæti deildarinnar og framundan er úrslitaleikurinn í Mjólkurbikarnum. Björn Daníel viðurkennir að þeir séu að byrja full seint en að liðið sé á góðum stað núna og markmiðin eru skýr. „Mér finnst kominn ákveðinn rythmi í þetta hjá okkur, miklu meiri liðs frammistaða í öllu sem við gerum. Við erum kannski að byrja full seint en við stefnum á topp 3 og bikarmeistaratitil.“ Björn segir það gríðarlega mikilvægt að hafa klárað leikinn í dag með sigri upp á móralinn að gera og að þeir fari nú fullir sjálfstraust inn í bikarúrslitin. „Það er bara mjög mikilvægt, sérstaklega fyrir móralinn. Það eru tvær vikur í næsta leik og geggjað að vera bara einir í þriðja sæti fyrir bikarúrslitin í staðinn fyrir að fara með tap á bakinu og þurfa að bíða í tvær vikur þá er þetta mjög sætt,“ sagði Björn að lokum.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Fótbolti Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik Handbolti Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Fótbolti Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Fótbolti Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Íslenski boltinn Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Fleiri fréttir Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Sjá meira